Resque42 björgunarstoðir

Stuðningsbúnaðurinn Resque 42 er úr kelvarstyrktum efnum og mjög öflugur og léttur.

Stoðir eru léttar. Samsetta efnið í þrýstistöngunum er kelvarstyrkt og m.a. notað í flugvélasmíði.
 

Rescue 42 er í notkun í 19 af 20 stærstu borgum Bandaríkjanna og er skilgreint í fyrsta sæti af þeim búnaði, sem býðst til að tryggja stöðguleika ökutækja í slysum og í björgun við þröngar og erfiðar aðstæður, þar sem tíminn skiptir máli.

Framleiðandinn veitir 10 ára ábyrgð, þrýstistangirnar ryðga ekki, leiða ekki rafmagn eru mun léttari og um leið miklu öflugri.

Fjórum sinnum öflugri, en hefðbundnar þrýstistangir úr stáli. 8.165 kg vinnuhleðsla og hámarkshleðsla 16.330 kg.

Vega helmingi minna, en stálstangir, en styttri gerðin vegur 8 kg. og sú lengri 12 kg. með fylgihlutum.

Ýmsar samanburðar töflur eru fyrirliggjandi hjá okkur en þar kemur fram að það er staðreynd að Resque 42 þrýstistangirnar geta borið fjórum sinnum meiri þyngd en aðrar gerðir sem við þekkjum til og vega helmingi minna.

Boðið er upp á ýmis sett og er afgreiðlutími tiltölulega stuttur.

Mjög hentugt er svokallað Telecrib Strut Truck sett, sem í eru tvær stuttar og tvær langar þrýstistangir 170 og 257 sm. langar, tvö strekkibönd, tjakkhaus, A-samfesting, stungufótur, krókar, karabína, pinnar í stangir, aukapinnar og taska fyrir búnaðinn og myndbandsdiskur með notkunarleiðbeiningum.

Annað sett sem er einnig áhugavert og hentugt er TeleCrib Strut Engine sett sem er samskonar og að ofan en með sitthvora þrýstistöngina stutta og langa og ekki A-samfestingu.

Hægt er að bæta við settin Strut Jack tjakki.
 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....