Calisia hjálmar og M-Fire 02 hjálmaljós


Fyrir einhverju síðan vorum við að afgreiða til eins góðs viðskiptavinar talsverðan fjölda af Calisia CV103 hjálmum ásamt Mactronic M Fire 02 hjálmljósum.

Calisia hjálmarnir hafa fengið góðar viðtökur og úrvalið er gott. Við getum boðið þrjár gerðir. CV102 með hlífðargleri og gleraugum og svo CV103 með hlífaðargleri. Snið  hjálmanna er líka ólíkt. CV103 er ekki eins síður og hentar því sumum betur í reykköfun. Báðar gerðir er hægt að fá með lýsandi skel og eins í ýmsum litum.



Vulkan CV103 hjálmur Calisia Vulcan CV 103 hjálmar Vnr. 330109 hjálmur m/hlífðargleri (gulllitað)

Hlífðarhjálmur sem uppfyllir staðal EN443:2008. Ekki eins síður og CV102 og því þægilegri fyrir reykkafara. Höfuðband er stillt með hnappi innan í hjálminum, Stærðarsvið er 51 til 65 sm. og aðeins ein stærð.  Innri stillingar á hæð og fjarlægð frá öryggisgleri.  Öryggisglerið er húðað með rispuvörn að utanverðu og móðuvörn að innan. Efna og hitavörn.  Slökun er á hökubandi (Nomex). Hnakkahlíf og svartur geymslupoki. Hjálmurinn vegur aðeins 1.390 gr.. Hitaþol: Samkvæmt staðli 90°C/15mín. og í kjölfarið leiftur logar 1000°C +/-50°C.

Aukahlutir: Ólar f.maska, festingar fyrir ljós 

Litir: Gulur, rauður, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, grænn, sjálflýsandi og krómaður.

Ný gerð sem við erum komin með á lager. Mun ódýrari. Er að öllu leyti eins og CV102 nema ekki með gleraugu og er styttri. Hentar betur reykköfurum ef maski er mjög víður. 180 g. léttari en CV102.

Bæklingur

 

Mactronic logo - Ólafur Gíslason & Co hf - Eldvarnarmiðstöðin

Þessi ljós eru fyrir slökkvilið og björgunarsveitir. Verðið er hagstætt og allar þessar gerðir eru neistavarðar ATEX. Upplýsingar um ljósin eru myndrænar og mjög auðvelt að lesa sér til um þau.

M-Fire 02 | Vörunúmer 322010

Mactronic M-Fire 02

Ný gerð af M-Fire handljósum. M-Fire 02 er nú díóðuljós CREE LED með 120 LUM ljósorku (næstum því tvöfalt á við eldri gerðina) og langan ljósgeisla - yfir 170 m. Handljósið er vatns og rykvarið samkvæmt staðlinum IP67 og að auki með Ex ATEX viðurkenningu sem gerir að ljósið vinnur örugglega við verstu aðstæður. Við 25% álag endist ljósið í allt að 69 klst. Á M-Fire 02 er hægt að fá ljósakóna og setja á hjálma slökkviliðsmanna. - BÆKLINGUR


Ef frekari upplýsinga er þörf eða þið viljið panta sendið þá póst á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.