Fyrsta sendingin af Blow Hard blásurum komin

Við höfum fengið fyrstu sendinguna á BlowHard Fan reykblásurum/yfirþrýstingsblásurum. Hér er algjör nýjung á ferðinni en þeir eru drifnir áfram af litíum rafhlöðu. Aðeins er um eina gerð af blásara að ræða BH-20 en hann kemur með rafhlöðu og innbyggðu hleðslutæki. Til að hlaða rafhlöðuna er henni stungið í samband við húsarafmagn eða rafstöð. Skiptir sjálfvirkt milli rafhlöðu og rafmagns. Orkunotkun 7 Amp en 3,5 Amp við hleðslu. Hleðslan endist í 20 til 28 mínútur. Fljótar er verið að koma blásara fyrir í reyklosun. Blásarinn er lítill um sig og tekur minna pláss en venjulegir blásarar.

Vörunúmer: 374470
Stærð blásara: 61 x 61 x 25,4 sm.
Rafhlaða: LiFePO4 30 til 18 mín.
Afköst 17.340 m/klst (10.200CFM) Snúningur 0 til 3,00 rpm. (25.500 m3/klst 15.000 CFM)
Þyngd: 21 kg. og 27 kg. með rafhlöðu
Orka 7 Amp í notkun 3.5 Amp í hleðslu. 2000 hleðsluskipti
IP staðall: IP66 ryk og vatnsvörn.

Við erum þegar búin að selja úr þessari sendingu en þessir blásarar eru léttir, fyrirferðalitlir og styttri tími við að koma þem fyrir og ræsa. Hér má sjá myndband af virkni blásaranna.

BlowHardFans samlíkin með öðrum gerðum

Hlekkur á heimasíðu

 

Þessi gerð hefur verið framleidd í um 6 ár og er í notkun í 25 löndum í öllum heimsálfum.

Bæklingur
Prófunarupplýsingar

BlowHardFan í flutningi BlowHardFan í notkun
 BlowHardFan blásari  BlowHardFan blásari

 

Ef þið hafið áhuga að panta eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.