Einstaklingsþjónusta

Við yfirförum og/eða umhlöðum slökkvitækin sem þú treystir á ef eitthvað kemur upp. Það er ýmislegt sem getur dregið úr virkni með tímanum og eru eigendur atvinnuhúsnæðis t.d. skyldaðir skv. reglugerð að láta yfirfara slökkvibúnað á hverju ári.

Sem viðurkenndir eftirlitsaðilar mælum við með að þú látir ekki meira en tvö ár liða milli yfirferða enda einfalt að renna við hjá okkur, skilja tækið eftir eða hreinlega fá annað svipað sem þegar hefur verið yfirfarið.

Við þurfum alltaf tvo daga til yfirferðar og umhleðslu því til að gæta fyllsta öryggis er tækið undir eftirliti í 24 klukkustundir eftir umhleðslu.

Gríptu í leiðinni hágæða rafhlöður í reykskynjarann nú eða fáðu faglega ráðgjöf um val á nýjum.

Renndu við hjá okkur í Sundaborg 7. Hafðu þinn búnað í lagi.

Verðdæmi

Umhleðsla - 2 kg. ABC Duftslökkvitæki (bílslökkvitæki) kr. 5.575

Umhleðsla - 6 kg. ABC Duftslökkvitæki (til heimilisnota) kr. 6.577

Hleðsla - 6 til 10 l. Vatnsslökkvitæki kr. 5.575

Hleðsla - 6 til 10 l. Léttvatnsslökkvitæki kr. 6.501

Hleðsla - 2 kg. Kolsýruslökkvitæki kr. 5.834

Í ofangreindum verðum á duft- og léttvatnstækjum er ekki efni ef bæta þarf á eða skipta út.