Flóttastigar - Neyðarstigar

Modum fellistigar

Eurostigen fellistigar

Parat
björgunarlínur

Ningbo keðjustigar

Úrdráttur úr byggingarreglugerð

Modum fellistigar

MODUM MEL FELLISTIGAR: Festir á húsvegg. Þola 500 kg/m. Þegar stiginn er ekki opinn liggur hann saman felldur að húsinu ekki ósvipaður þakrennuröri. Við opnun falla þrepin 90° ásamt ytri kjálka frá húsinu. Stigarnir eru í einingum sem settar eru saman í þeim lengdum sem óskað er eftir þ.e. ef lengdir eru meiri en 5,4 m. Opnun er möguleg á hverri hæð ef óskað er eftir því. Hverjum stiga fylgir ein opnun efst. Hver opnun opnar stigann niður en ekki upp þannig að óviðkomandi geta ekki notað sér stigann. Hægt er að leggja hjá þakkanti eða brún og eru þá notaðir svonefndir skástigar. Breidd er 40 sm. en lengd milli þrepa er 30 sm. Fáanlegt er öryggisbelti sem rennur niður stigann við notkun. Stigarnir eru állitaðir en hægt er að fá þá t.d. svart eða brúnlitaða og er verð þá hærra.

Modum fellistigi

Stigarnir fást í lengdum sem er með 30 sm. mun en hægt er að setja saman hvaða lengd sem er . Ef það er gert að kröfu að vera með trygga flóttaleið um stiga vegna einhverrar starfsemi eru þesssir stigar eina lausnin. Við höfum selt þessa stiga frá árinu 1989 um land allt.

 

Modum fellistigi

Modum leiðbeiningarmerki

Lengdir eru nokkrar eða frá 1,5 m. til 5,4 m. með 30 sm. á milli.

314015 1,5m.
314018 1,8m.
314021 2,1m.
314024 2,4m.
314027 2,7m.
314030 3,0m
314033 3,3m.
314036 3,6m.
314039 3,9m.
314042 4,2m.
314045 4,5m.
314048 4,8m.
314051 5,1m.
314054 5,4m.

Svo má setja saman ýmsar lengdir allt eftir þörfum hvers og eins.

Við ákvörðun lengdar skal miða við að stiginn standi 50 sm. frá jörðu og 170 til 180 sm yfir þeirri gólfplötu sem fara á í stigann frá.

Eurostigen fellistigar

Eurostigen

Eurostigen flóttastigar.

Eurostigen flóttastigar eru einstaklega einfaldir í uppsetningu og notkun. Stigarnir eru til í heilum lengdum í allt að 6m og svo er hægt að tengja saman stiga til að gera þá eins langa og nauðsyn krefur.

Við val á lengd skal miða við að stiginn nái upp að miðjum glugga sem farið skal út um og að hann sé 60 sm. frá jörðu.

KAUPA 3,9m. EUROSTIGEN FLÓTTASTIGA

Sjá upplýsingar

Samsetningar leiðbeiningar

Mælingar - hvaða lengd af stiga þarft þú?

TÜV Nord Viðurkenning 
SINTEF Viðurkenning

Stigarnir eru einstaklega einfaldir í uppsetningu og notkun:

Eurostigen samsetningarleiðbeiningar

Draga út splittið

1) Draga út splittið

Stiginn fellur út

2) Stiginn fellur niður

Tilbúinn til notkunar

3) Tilbúinn til notkunar

Ningbo keðjustigar

Ningbo keðjustigi

Ningbo keðjustigi

Ningbo Keðjustigar í tveimur lengdum 4,5 m. og 7,5 m. Stigarnir eru í kössum með áprentuðum leiðbeiningum um notkun. Þessir stigar eru á góðu verði. Staðallinn nefnist  ZH 1/368:1998. Mesti þungi á stiga er 350 kg. Eins og áður hefur komið fram er um tvær gerðir að ræða 4,5 m. langa en breidd þess stiga er 31 sm. Sama á við um 7,5 m. langa stigann breidd hans er einnig 31 sm. Styttri stiginn er hugsaður fyrir 2ja hæða hús en sá lengri 3ja hæða. Fjarlægðarstoðir eru með stigunum sem setja þarf á rétta staði á kjálkum.

CE merking og viðurkenning

Res-Q-Ladder keðjustigi

KAUPA 4,5M KEÐJUSTIGA

KAUPA 7,5M KEÐJUSTIGA

Leiðbeiningar um notkun á keðjustiga

PARAT björgunarlínur

Parat björgunarlína

Parat öryggissiglína

Nokkrar gerðir eru til af Parat björgunarlínum en sú gerð sem við bjóðum er fyrir heimili, gistihús, opinberar stofnanir og til festingar við glugga eða hurðarop. Björgunarlínan er fest með meðfylgjandi skrúfum við glugga eða t.d. svalahurð þar sem undankomuleið er greið við eldsvoða. Eins má setja upp króka til að festa línuna við þá á mismunandi staði þannig að hægt sé að færa hana á milli.

Parat Björgunarlínan er auðveld í meðförum bæði fyrir unga sem aldna. Þeir sem eldri eru og hafa jafnvel skerta hreyfigetu eiga að geta notað línuna. Eins er hægt að koma meðvitundarlausum til hjálpar og láta þá síga niður. Beltið yfir brjóstið og í gegnum klof tryggir viðkomandi og hemlabúnaður í trissu sér um að viðkomandi fer niður á réttum hraða með aðstoð hjálparmanns sem heldur laust við línuna. Sá sem notar línuna þarf að vera minnst 40 kg. að þyngd. Undir þeirri þyngd þarf viðkomandi að fara niður með öðrum. Hámarksþyngdargeta er 900 kg. en línan þolir allt að 2,3 tonna átak. Þvermál línu er 7mm. Beltið er úr sömu efnum og öryggisbelti í bifreiðum og þolir 1300 kg.

Leiðbeiningar um notkun

Kvikmynd hvernig nota skal

Parat Björgunarlína fyrir tvær hæðir 7 m. lengd.  Kassinn er 43x14x5sm. (Yfirleitt á lager)

Parat Björgunarlína fyrir fjórar hæðir 13 m. lengd.  Kassinn er 43x14x8sm. (Ekki lagervara)
Parat Björgunarlína fyrirsex hæðir 19 m. lengd.  Kassinn er 43x14x10sm. (Ekki lagervara)
Parat Björgunarlína fyrir níu hæðir 27 m. lengd.  Kassinn er 59x15x8sm. (Ekki lagervara)
Parat Björgunarlína fyrir fjórtán hæðir 40 m. lengd.  Kassinn er 54x20x8sm. (Ekki lagervara)
 
Íslenskar leiðbeiningar með endurskini á umbúðum

 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....