Kolsýrlingsskynjarar


Skynjarar til að skynja aukningu kolsýrlings í andrúmslofti. 
Sé magn komið í 350ppm skal skynjari láta vita innan 6 mínútna.

Í mörgum ferðatækjum eins og húsbílum, hjólhýsum og fellihýsum eru slíkir skynjarar en ekki í öllum. Þar sem aðstæður eru að opinn eldur er notaður til kyndingar ætti að koma fyrir kolsýrlingsskynjara. Í sumarhús og skála er nauðsynlegt að setja kolsýrlingsskynjara.

Venjulegir reykskynjarar skynja ekki kolsýrling enda er það lofttegund, ekki reykur eða agnir.

Gabel 2588 kolsýrlingsskynjari

Gabel

305204 Gabel 2588 Kolsýrlingsskynjari gengur fyrir 9V rafhlöðukubb. Rafhlaðan fylgir ekki. Skynjun er stillt við 150+/-50ppm af kolmónoxíði. Straumnotkun <20 mA við skynjun. Vinnuhitastig 4°C til 38°C. Skynjarinn prufukeyrir sig sjálfur og lætur vita ef hann virkar ekki eða ef rafhlaðan er að klárast. 85db viðvörunarhljóð. Ekki hægt að festa án rafhlöðukubbsins.

CE Vottun

TÜV Vottun

 

Orientalert kolsýrlingsskynjari 9V samtengjanlegur m/vír

Orientalert samtengjanlegur m/vír 9V

305179 (VST-C588IH) OR Samtengjanlegur með vír 9V kolsýrlingsskynjari.
Samtengjanlegir með vír með 9V rafhlöðu (1 ár). Litlir um sig (11 sm. í þvermál). Hægt að samtengja allt að 40 stk. af mismunandi gerðum. Prófunarhnappur, gaumljós, viðvörun ef rafhlaða er að klárast. Ekki hægt að setja upp nema rafhlaða sé í skynjara.

Leiðbeiningar

Bæklingur

Orientalert kolsýrlingsskynjari 230V samtengjanlegur m/vír

Orientalert samtengjanlegur m/vír 230V

305179 (VST-C598IH) OR Samtengjanlegur með vír 230V/9V kolsýrlingsskynjari.
Samtengjanlegir með vír fyrir húsarafmagn 230V/50Hz og til vara 9V rafhlaða (1 ár). Litlir um sig (11 sm. í þvermál). Hægt að samtengja allt að 40 stk. af mismunandi gerðum. Prófunarhnappur, gaumljós, straumljós, viðvörun ef rafhlaða er að klárast. Ekki hægt að setja upp nema rafhlaða sé í skynjara.

Leiðbeiningar

Bæklingur