Skápar og festingar fyrir slökkvitæki

Við eigum ávallt fyrirliggjandi nokkrar gerðir skápa úr PET/POL plasti með glæru loki fyrir slökkvitæki í stærðunum 6 til 12 kg. Þessir skápar eru hugsaðir fyrir að geyma slökkvitæki í innanhúss og fleiri stöðum svo sem jarðgöngum eða við þær aðstæður sem þurrt er.

Eins erum við með skápa frá fleiri en einum birgja úr PE plasti sérstaklega á bíla og vinnuvélar fyrir 6 kg. og 12 kg. slökkvitæki. Mjög sterkir skápar sterkari en trefjaplastskápar. Um tvær gerðir er um að ræða hefðbundna gerð með loki sem tækið er lagt ofan í en svo gerð þar sem slökkvitækinu er stungið á endann ofan í skápinn.

Minnum svo á venjulegar festingar fyrir slökkvitæki í bíla, skip og báta. Neðst á síðunni eru upplýsingar um lyklaskápa.

Jockel slökkvitækjaskápar m/glæru loki

Jockel og Gesa

skápar fyrir 6-12 kg. Slökkvitæki. Plastskápar með  glæru loki PET, POL eða POL-UV Aukalok fáanleg

Ningbo 6 kg. og 12 kg. skápar fyrir slökkvitæki

Ningbo 

Skáparnir eru úr sérstöku PE plastefni sem er formað og er með styrkleika á við trefjaplast. Sérstaklega á flutningabíla og vinnuvélar. Gæði og viðurkenningar eru þær sömu. Við munum vera með tvær gerðir SEC04 fyrir 6 kg. og 12 kg. slökkvitæki.

Stærðir eru:

  • 300520   6 kg. 700x300x253mm
  • 300521 12 kg. 830x310x263mm


Í skápana þarf svo að setja venjulegar bílafestingar fyrir tækin.

Gras slökkvitækjaskápar

Gras slökkvitækjaskápar

Gras eða Gesa

Gras eða Gesa málmskápar með hurð og skrá fyrir 6 til 12 kg. slökkvitæki. Einfaldir eða tvöfaldir. Á vegg eða innfellanlegir í vegg.

Upplýsingar um Gras skápa fyrir slökkvitæki og brunaslönguloka (þurrlagnir).

Gras slökkvitækjaskápar (frétt)


Jonesco slökkvitækjaskápar úr plasti

Jonesco skápar 

Skápar úr PE plasti sérstaklega á bíla og vinnuvélar fyrir 6 kg. og 12 kg.  slökkvitæki. Mjög sterkir skápar sterkari en  trefjaplastskápar. Um tvær gerðir er um að ræða hefðbundna gerð með loki sem tækið er lagt ofan í en svo gerð þar sem slökkvitækinu er stungið á endann ofan í skápinn.

Stærðir eru:

  •   6 kg. slökkvitæki 700x300x253mm.
  • 12 kg. slökkvitæki 830x310x263mm.

 

Bíla og skipafestingar fyrir slökkvitæki

 

Mobiak bíla og skipafestingar 

Skipafestingar fyrir allar gerðir slökkvitækja

  • 300430 Festing fyrir 5 kg kolsýru og 6 til 12 kg. dufttæki


Gras festingar á slökkvitæki. þrjár gerðir

Gras bíla og skipafestingar

Bíla og skipafestingar af þremur gerðum. G-160 fyrir 6 til 12 kg. dufttæki og 5 til 6 kg. kolsýrutæki (stillanleg). G-156 fyrir 6 kg. dufttæki. G-157 fyrir 12 kg. dufttæki eða 5 til 6 kg. kolsýrutæki.

  • 300440 G-160
  • 300442 G-156
  • 300444 G-157


Ningbo slökkvitækjafestingar stillanleg

Ningbo bíla og skipafesting

Vnr. 300450 

Bíla og skipafesting. Ein gerð sem er stillanleg fyrir 6 til 12 kg. dufttæki og 5 til 6 kg. kolsýrutæki.

 

Lyklaskápar

 Gras lyklaskápar úr 1 mm stáli. Tvær gerðir OS og MS. Önnur með læsingu hin ekki. Glerstærð 85x145mm en í þeirri með læsingunni er 60x100mm. Hamar fylgir báðum gerðum.

 


Gras lyklaskápar

Lyklaskápur með hamri


Gras lyklaskápar

Lyklaskápur læsanlegur með skrá og hamri 


Gras lyklaskápar

Gras-130 lyklaskápur læsanlegur
100x150x40mm


Gras lyklaskápar

Gras-135 lyklaskápur
100x130x40mm

 
 
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....