Val á slökkvitæki

FLOKKUN ELDS OG RÉTT SLÖKKVITÆKI

A ELDAR

A eldar

B ELDAR

B eldar

C ELDAR

C eldar

F ELDAR

F eldar

 Í föstum efnum. t.d.viður, fatnaður, pappír o.fl. Í fljótandi efni. t.d.eldfimir vökvar, olíur, bensín, lakk o.fl.   Í gastegundum Í steikarolíu eða feiti


Duftslökkvitæki
,
Vatnsslökkvitæki
,
Léttvatnstæki
Vatnsúðatæki


 Duftslökkvitæki,
Kolsýruslökkvitæki
,
Léttvatnstæki

Duftslökkvitæki
,
Kolsýruslökkvitæki


Vatnsúða slökkvitæki
Léttvatnstæki

 
 
Þegar handslökkvitæki eru valin þarf að gera sér grein fyrir notagildi hvers tækis. Velja skal það tæki sem á við það er A, B eða C flokk elda.

Þegar velja á viðkomandi tæki fer val þess eftir stærð, áhættu og hvað gæti brunnið. Gætið að slökkvimætti sem getur verið mjög mismunandi en hann kemur fram í A, BC og F gildum á leiðbeiningamiða tækisins.

Slökkvitækið skal vera rétt staðsett t.d. fest á vegg á áberandi stað. Setja skal tækið í flóttaleið og sem næst útgöngum. Ekki skal staðsetja slökkvitæki bak við hurðir, inni í skápum eða undir fatahengjum eins og oft vill verða, þar sem fólki finnst óprýði að tækjunum.

Tækin eru öryggistæki og eiga að vera sem oftast í sjónmáli, þegar gengið er um híbýli, svo allir viti hvar þau eru, þegar þeirra er þörf.
 
MEÐFERÐ SLÖKKVITÆKJA
 
  • KYNNTU ÞÉR MEÐFERÐ HANDSLÖKKVITÆKJA STRAX. Á LEIÐBEININGARMIÐA Á SLÖKKVITÆKINU ERU NÁKVÆMAR LEIÐBEININGAR UM HVERNIG NOTA EIGI TÆKIÐ
  • NAUÐSYNLEGT ER AÐ FRÆÐAST UM HANDSLÖKKVITÆKI SVO RÉTT SÉ AÐ FARIÐ OG RÉTT TÆKI NOTAÐ.
  • BEINDU ALDREI SLÖKKVIEFNI Á MÓTI VINDI.
  • ELDUR Í ELDFIMUM VÖKVUM. BEINDU ALDREI SLÖKKVIEFNINU BEINT Á VÖKVANN.
  • BYRJAÐU SLÖKKVISTARF VIÐ JAÐAR ELDSINS OG REKTU LOGANA Á UNDAN ÞÉR MEÐ JAFNRI HLIÐARHREYFINGU.
  • BEINDU SLÖKKVIEFNINU UNDAN VINDI AÐ JAÐRI ELDSINS. * NOTAÐU AÐEINS ÞAÐ MAGN SEM ÞARF TIL AÐ SLÖKKVA ELDINN. GEYMDU AFGANGINN, EF ELDUR SKYLDI BLOSSA UPP AÐ NÝJU.

VATNSTÆKI MÁ ALDREI NOTA Á ELD Í OLÍU, FEITI EÐA RAFMAGNSELDA.

MUNDU AÐ LÁTA FYLLA TÆKIN STRAX EFTIR NOTKUN.

LÁTTU YFIRFARA HANDSLÖKKVITÆKIN

A.M.K. EINU SINNI Á ÁRI.

 
Mundu að fyrstu viðbrögð við eldsvoða geta skipt sköpum, hvort lítill neisti verði að stóru báli.

Tilkynntu slökkviliðinu strax um eldinn.

Mundu að öryggi þeirra, sem eru í byggingunni gengur fyrir slökkvistarfi. Varaðu því alla strax við ef ekki tekst að slökkva eldinn.

 

BJARGA FÓLKI OG DÝRUM
LÁTA SLÖKKVILIÐIÐ VITA
SLÖKKVA ELDINN EF MÖGULEGT ER


ELDVARNATEPPI

Gríptu um borðana og togaðu niður og í sundur. Ef ekki eru handföng á teppinu, brettu á uppá hornin. Gætið þess að hendur séu varðar.

ELDUR Í FEITI: Leggðu teppið yfir logana til þess að hindra loftstreymi. Við feitis eða olíu elda skal gæta þess að teppið leggist ekki í feitina/olíuna. Slökktu síðan á hitanum og leyfðu feitinni/olíunni að kólna.

Ef eldur læsir sig í klæðnað, láttu þá viðkomandi leggjast í gólfið og vefðu teppinu um hann.


REYKSKYNJARAR JÓNÍSKIR, OPTÍSKIR OG HITASKYNJARAR

SKYNJUN (JÓNÍSKIR): Skynjar með rafeindahólfi bæði ósýnilegar, lyktarlausar lofttegundir og sýnilegar, sem myndast við bruna á byrjunarstigi. Háðir loftþrýstingi, rakastigi, hitastigi og loftræstingu.

SKYNJUN (OPTÍSKIR): Skynjar með auga sýnilegan reyk frá t.d. glóðareldi og P.V.C. plastefnum. Óháður rakastigi, hitastigi og loftræstingu.

SKYNJUN. (HITA): Skynjar hitabreytingu 54°C til 56°C. Óháður loftþrýstingi og rakastigi.

ORKA: Notið réttar rafhlöður. Þær endast yfirleitt í u.þ.b. eitt ár. Þegar endurnýja þarf rafhlöðurnar gefur skynjarinn frá sér stutt hljóðmerki í nokkra daga. Skiptið þá strax um rafhlöðu. Gott ráð er að skipta reglulega einu sinni á ári um rafhlöðu t.d. á eldvarnardeginum, á jólum, gamlársdag eða á páskum.

VIÐHALD: Hreinsa þarf skynjarann a.m.k. einu sinni á ári vegna ryksöfnunar. Takið rafhlöðuna úr og ryksugið skynjarann vandlega. Setjið svo rafhlöðuna í og prófið með að þrýsta á hnappinn. Einnig eru til skynjarar tengdir á 220V með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Við hreinsun skal slá út í rafmagnstöflu og aftengja hvern skynjara.

VIÐVÖRUN: Hátt flaut sem er a.m.k. 85 db. í 3 m. fjarlægð. Það nægir til að vekja fólk, ef ekki eru lokaðar dyr á milli.

PRÓFUN: Rafhlöðu og hljóðmerki má prófa með því að þrýsta á hnapp á skynjaranum í nokkrar sekúndur. Ekki skal bera eld að skynjaranum. Til er sérstakt reykskynjaragas til að prófa reykskynjara. Prófið skynjarana eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði helst vikulega. Prófið skynjarana ávallt þegar heim er komið að loknu leyfi.


STAÐSETNING REYKSKYNJARA

Staðsetjið skynjarann undir loft eins nálægt miðju herbergis eða gangs og unnt er, aldrei samt nær vegg eða ljósi en 15 sm.

Æskilegast er að setja optíska skynjara í stofu og jóníska skynjara í öll svefnherbergi. Staðsetjið skynjara milli svefnherbergja og annara herbergja, þar sem eldur er líklegur til að koma upp eins og t.d. í eldhúsi, kyndiklefa, rafmagnstöflu o.fl. Staðsetjið skynjarana t.d. eftst í stiga eða gangi milli hæða.

Settu reykskynjara (O/J) ekki í eldhús, þar sem hætta er á að matur brenni við eða brauð er ristað. Ekki í bílageymsluna þar sem reykskynjari (O/J) flautar við útblástur frá bíl. Ekki við loftræstitæki eða þar sem mikill súgur er. Ekki í eða við baðherbergi vegna gufumyndunar. Í þvottahús, eldhús eða bílageymslu skal setja hitaskynjara.

 

SLÖKKVITÆKI - ELDVARNATEPPI - REYKSKYNJARAR - HITASKYNJARAR - GASSKYNJARAR - BRUNASLÖNGUHJÓL - UNDANKOMUSTIGAR - BJÖRGUNARLÍNUR -  BRUNAAXIR - LYKLAGEYMSLUR - NEYÐARHAMRAR - SJÚKRAKASSAR

 

SLÖKKVITÆKI FYRIR BIFREIÐINA
1 til 2 kg. Dufttæki, Neyðarhamar, Sjúkrakassi.

SLÖKKVITÆKI FYRIR BÍLAGEYMSLUNA
2 til 6 kg. Dufttæki, 2 kg. Kolsýrutæki, 6 til 9 l. Léttvatnstæki, 100 x 100 sm. Eldvarnateppi, Hitaskynjarar.

SLÖKKVITÆKI FYRIR HEIMILIÐ
2 til 6 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Léttvatnstæki, 100 x 100 sm. Eldvarnateppi, Reykskynjarar, Hitaskynjarar, Gasskynjarar, Sjúkrakassi.

SLÖKKVITÆKI FYRIR STIGAGANGINN Í FJÖLBÝLISHÚSI
6 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Vatnstæki eða Léttvatnstæki, Brunaslönguhjól, Reykskynjarar, Lyklageymsla.

SLÖKKVITÆKI FYRIR SKRIFSTOFUNA
2 til 6 til 12 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Vatnstæki eða Léttvatnstæki, 2 til 5 kg. Kolsýrutæki, 6 l. Vatnsúða slökkvitæki, Brunaslönguhjól, 120 x 120 sm. Eldvarnateppi, Reykskynjarar, Hitaskynjarar, Lyklageymsla, Sjúkrakassi.

SLÖKKVITÆKI FYRIR VERKSTÆÐIÐ EÐA IÐNFYRIRTÆKI
6 til 12 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Vatnstæki eða Léttvatnstæki, 2 til 5 kg. Kolsýrutæki, Brunaslönguhjól, 120 x 120 eða 180 x 180 sm. Eldvarnateppi, Reykskynjarar, Hitaskynjarar, Gasskynjarar, Lyklageymsla, Sjúkrakassi.

SLÖKKVITÆKI FYRIR SUMARBÚSTAÐINN EÐA HJÓLHÝSIÐ
2 til 6 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Vatnstæki eða Léttvatnstæki, 100 x 100 sm. Eldvarnateppi, Reykskynjarar, Hitaskynjarar, Gasskynjarar, Sjúkrakassi.

SLÖKKVITÆKI FYRIR BÁTINN
2 til 6 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Vatnstæki eða Léttvatnstæki, 120 x 120 sm. Eldvarnateppi, Reykskynjara, Hitaskynjarar, Gasskynjarar, Brunaexi, Sjúkrakassi.

SLÖKKVITÆKI FYRIR VEITINGASTAÐINN
6 til 12 kg. Dufttæki, 6 til 9 l. Vatnstæki eða Léttvatnstæki, 2 til 5 kg. Kolsýrutæki, 6 l. Vatnsúða slökkvitæki eða 2ja l. Léttvatnstæki (F) í eldhúsið, Brunaslönguhjól, 180 x 180 sm. Eldvarnateppi, Reykskynjarar, Hitaskynjarar, Gasskynjarar, Sjúkrakassi.

Slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki Slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki Slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki
Slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki Slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki Slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki slökkvitæki


SLÖKKVITÆKI - ELDVARNATEPPI - REYKSKYNJARAR - HITASKYNJARAR - GASSKYNJARAR - BRUNASLÖNGUHJÓL - UNDANKOMUSTIGAR - BJÖRGUNARLÍNUR -  BRUNAAXIR - LYKLAGEYMSLUR - NEYÐARHAMRAR - SJÚKRAKASSAR