Vatnsúða slökkvitæki

Við verð og gæðasamanburð skoðið slökkvimátt tækjanna þ.e. hversu mikið af A og B tækin hafa. Því hærri því meiri slökkvimáttur.

 
Vatnsúðaslökkvitæki er til í 6 lítra stærð. 
Þau eru til notkunar aðallega á A elda og F elda. Vatnsúða slökkvibúnaður, er ný tegund slökkvitækja sem taka vel á almennum eldum. Þessi slökkvitæki eru fyrstu slökkvitækin sem geta brugðist við almennum eldum sem og steikarolíu eldum sem mjög erfitt er að slökkva. Djúpsteikingar pottar þurfa núna eldvarnarteppi eða sérefna slökkvitæki til að takast á við þannig elda. Þar af leiðandi enda heimili eða fagleg eldhús með að minnsta kosti tvær tegundir slökkvitækja, en nú geta þau notað eina tegund slökkvitækja - vatnsúða. Skrifstofur, almennar byggingar, verksmiðjur, veitingahús  o.fl. munu augljóslega njóta góðs af þessari nýju tækni. Einfaldleiki vatnsúða slökkvitækisins og sú staðreynd að eitt slökkvitæki tæklar hætturnar dregur einnig úr kostnaði sem og við slökkvitækjaþjálfun. Vatnsúðinn sér til þess að mynda rými milli notandans og hitans, kæfir eldinn og kælir umhverfið. Tækin eru hlaðin með vatni og köfnunarefni er þrýstigjafinn. Hér má sjá myndskeið um notkun vatnsúða slökkvitækja: Myndband.

Ogniochro Vatnsúðatæki

6 lítra Ogniochro AF 300338 Vatnsúðaslökkvitæki

Afköst 13A 25F m/mæli og veggfestingu. Vinnuhitastig +5°C til +60°C. Þyngd 9,9 kg. Stærð 532 x 160 mm. Notkunartími 9 sek.