Eftirlitsbeiðni


Við bjóðum eftirlitsþjónustu með eldvarnarbúnaði þar sem tæki eru 10 eða fleiri, þar sem við komum á staðinn. Verð fyrir yfirferð og umhleðslu er það sama og ef komið er með tækið til okkar, en við bætist aksturskostnaður sem er 3.850 kr. (Reykjavík) fyrir hverja heimsókn sem geta verið tvær í hvert sinn sem yfirfara þarf tæki. Ef umhlaða þarf tæki tökum við það til umhleðslu og skiljum lánstæki eftir á meðan. Þetta getur tekið 2-3 daga. Ef tæki er ónýtt bjóðum við ný tæki til kaups.

Svo munum við gera okkar besta til að minna á næstu þjónustu eftir 12 mánuði.

Til að sækja um þessa þjónustu að við komum á staðinn og förum yfir slökkvitæki, brunaslöngur og eldvarnarteppi, þá þarf eingöngu að hlaða niður þessu Excel skjali, fylla það út og senda á oger@oger.is