Verkfæri fyrir þjónustur

Við getum boðið ykkur verkfæri eins og skoðunarljós, loftmæla, alhliða lykla og svo alhliða köfnunarefnishleðslutæki á ágætu verði. Þetta eru samskonar verkfæri og við notum í slökkvitækjaþjónustu okkar og hafa reynst mjög vel.

Birk mælir á dufttæki

Vnr. 380009

Mælir á dufttæki. Skrúfast á loftventil á duft og léttvatnstækjum.
Ýmis Emde verkfæri fyrir slökkvitækjaþjónustur

Loftmælirinn er sérstakur að því leyti að hann er skrúfaður upp á ventilinn þrýst inn og hann heldur mældum þrýstingi til aflesturs.

Alhliða lykilinn (Universal) má nota á nánast hvaða gerð slökkvitækja sem hugsast getur. Stillanlegur og mjög auðveldur í notkun

Skoðunarljósið er með sveigjanlegum armi og gefur mjög gott ljós.

Alhliða köfnunarefnishleðslutækið er til að hlaða köfnunarefni inn á vatns og dufttæki þar sem hlaða verður í gegnum afgleypingarstút. Þetta er frábær búnaður og flýrit fyrir hleðslu.

Auka þessa sem hér er upptalið getum við boðið margskonar verkfæri fyrir utan hleðsluvélar og slíkt. Sérhæfða lykla, þvingur, mæla, átakssköft, spegla, skoðunarverkfæri, þrýstiprófunarbúnað, smurefni, varahluti ofl. ofl. Bara að nefna það.

 


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....