Niagara 2 flotdælur komnar aftur


Góð reynsla er komin á Niagara flotdælurnar frá Ogniochron sem einnig sjá okkur fyrir slökkvitækjum. Þessar dælur eru þægilegar í notkun og þurfa lítið viðhald. Svo eru þær á mjög góðu verði.

Niagara 2 er önnur kynslóð frá þessum framleiðanda. Fleiri gerðir fást en þessi gerð er aflmest. Verðmunur milli gerða er það lítill að við mælum með þessari. Hafið samband ef þið óskið eftir upplýsingum um aðrar gerðir eða skoðið þær á heimasíðu Ogniochron um flotdælur.

Hámarks afköst Niagara 2 eru 1200 l/mín og 410 l/mín við 2bar. Kastlengd um 30 m. Lágmarkssoghæð 30mm. Storz tengi B75.

Stærð er 775 x 410 x 625mm og þyngdin 29 kg.

Vélin er Honda GXV 160 4 kW. við 3600sn/mín. Eldsneytistankur tekur 1,8 l. og endist í 2 klst.

Hér er myndband sem sýnir Niagara 2 gerðina í notkun og hér er bæklingur.


Niagra 2 flotdæla

Ef þið hafið áhuga á að panta eða frekari upplýsingum sendið þá fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.