Mactronic ljós

Mactronic logo - Ólafur Gíslason & Co hf - Eldvarnarmiðstöðin

Þessi ljós eru fyrir slökkvilið og björgunarsveitir. Verðið er hagstætt og allar þessar gerðir eru neistavarðar ATEX. Upplýsingar um ljósin eru myndrænar og mjög auðvelt að lesa sér til um þau.

Mactronic M-Fire 02

M-Fire 02 | Vörunúmer 322010


Ný gerð af M-Fire handljósum. M-Fire 02 er nú díóðuljós CREE LED með 120 LUM ljósorku (næstum því tvöfalt á við eldri gerðina) og langan ljósgeisla - yfir 170 m. Handljósið er vatns og rykvarið samkvæmt staðlinum IP67 og að auki með Ex ATEX viðurkenningu sem gerir að ljósið vinnur örugglega við verstu aðstæður. Við 25% álag endist ljósið í allt að 69 klst. Á M-Fire 02 er hægt að fá ljósakóna og setja á hjálma slökkviliðsmanna. - BÆKLINGUR

Mactronic M-Fire 03

M-Fire 03 | Vörunúmer 322012


M-Fire 03 er sérstaklega vandað og öflugt ljós fyrir slökkviliðs- og björgunarsveitamenn sem þurfa ljós með Ex ATEX viðurkenningu. Til að hindra að neisti geti myndast ef ljósið er opnað í ógáti er sérstök skrúfa sem festir hausinn á ljósinu. Innbyggður þrýstijafnari sem losar hita og ver innmatinn fyrir yfirhitun. Sérstaklega létt og hægt að festa við hjálma. M-Fire 03 er högg, ryk og vatnsvarið samkvæmt staðlinum IP67 og með ANSI flokkun. Kveikt og slökkt er á ljósinu með segulrofa og er ljósorkan 157 LUM. Öryggislás er á rofanum til að koma í veg fyrir að það kvikni óvart á ljósinu og rafhlaðan eyðist. Við 45% álag endist rafhlaðan í 13 klst. - BÆKLINGUR

Mactronic M-Fire AG

M-Fire AG | Vörunúmer 322014


Venjulegt reykkafaraljós með klemmu fyrir vasa eða belti. Ljósið er tiltölulega nett og allir kantar rúnnaðir sem dregur úr hættu að festa það í eitthvað við þröngar aðstæður. Díóðuljós með Cree LED 200 LUM sker reykinn í allt að 240 m. with Í M-Fire AG eru 4 x AA rafhlöður sem duga í 10 1/2 klst. á 50% álagi. Ex-ATEX viðurkenning og vatnsvarið samkvæmt staðlinum IPX4. Hentar vel við verstu aðstæður. - BÆKLINGUR 

Mactronic M-Fire HL

M-Fire HL | Vörunúmer 322016


Sterkt, létt og nett ennisljós fyrir slökkviliðs og björgunarmennEx-ATEX viðurkenning og vatnsvarið samkvæmt IP67 staðli. Ljósorka M-Fire HL er 150 LUM og sker sig í gengum ryk og móðu allt að 100 m. 3 stk. af AAA rafhlöðum sem skila ljósi í allt að 4 1/2 klst. Ennisljós er skynsöm lausn þegar þarf að nota tvær hendur í verkið. - BÆKLINGUR