Brunahanar

ANBER SUPERTIFON Brunahanar og STORZ tengi.

SUPERTIFON brunahanar eru fáanlegir með 4" eða 6" láréttu inntaki. Við eigum einnig Storz brunahanatengi með þríkantró á öll úttök.

Stutt lýsing. BSP gengjur fyrir Storz tengi á úttökum. Inntak 4" DN100 eða 6" DN150 flangs.
Varðir fyrir höggum með brotöryggis og eins eru þeir þurrir að notkun lokinni.
Inntak lárétt er lengdin er 1200mm. (4") og 1250 mm. (6") í jörðu.
Úttök 2 x 2½" og 1 x 4". Vinnuþrýstingur 16 bar en hámarksþrýstingur 21 bar.

Úttök halla niður. Litur blár RAL 5015. Brotflangs. Brunahanarnir eru málaðir með Zinkfosfat grunni og síðan með políúrhetan málningu 250 mikrón. Við það fæst endingargóð áferð og útlitsvörn gegn höggum.

 

Varahlutalisti og leiðbeiningar um niðursetningu, notkun, viðhald og viðgerðir

SUPERTIFON BRUNAHANAR Inntak 4" 1315mm. 3 úttök 

SUPERTIFON BRUNAHANAR Inntak 6" 1365mm. 3 úttök.

Með hverjum hana fylgir lykill. Venjuleg opnun með ferkantaðri ró.

 

Efst í hvern brunahana er hægt að fá olíugeymir sem sér um að smyrja þá fleti sem þörf er á. Hann er þá sjálfsmyrjandi. Þennan búnað þarf við sumar aðstæður.

Hægt er að snúa úthlaupum á brunahananum 360°eftir að hann hefur verið settur niður án þess að það komi niður á þéttleika. 

Úttök halla um 15°svo það kemur í veg fyrir brot eða slöngur falli saman.

Brunahanarnir eru þurrir en þeir eru búnir sjálfvirkum búnaði sem hleypir vatni af efri hluta þeirra og neðri sem er í jörðu við lokun. Frostfríir

Á brunahananum er nokkurs konar öryggi sem veldur því að við högg brotnar efri hluti frá neðri hluta við aðalllokann sem helst lokaður vegna vatnsþrýstings.

Aðallokinn er útbúinn þannig að hann stýrir flæði um hanann og dregur úr vatnshöggum með nokkurs konar höggdeyfi sem kemur vegna lofts í pípum.
    
 
 

Lengd neðri hluta á brunahana sem er með beinan inntaksflangs er mæld að enda flangs og frá yfirborði en þegar inntak er til hliðar er það mælt í miðjan flangs frá yfirborði.
Leiðbeiningar um niðursetningu, notkun, viðhald og viðgerðir