Við erum hætt með Acco skápana enda ekki framleiddir lengur. Við eigum þío enn margs konar fylgihluti í skápana, svo sem spjaldskrárhillur, ramma og vinnuborð. Af verði veitum við góðan afslátt. Fylgihlutirnir eru bæði fastir og útdraganlegir og hægt er að blanda þeim í skápana að vild þannig að skápurinn komi að sem bestum notum. Einingartölur eru gefnar upp í svigum við hvern fylgihlut. Þannig má átta sig á hvað hægt er að setja í hverja gerð af skáp. Allir fylgihlutir eru gráir.
.jpg)
|
FÖST HILLA MEÐ RAUFUM (8-14-4/2") fyrir möppur og bréfabindi af ýmsum stærðum. 1905 RD skápurinn tekur hámark 5 hillur miðað við 33sm (13") hæð af bréfabindum, sem eru algengust. Hillurnar eru útbúnar með raufum, sem hægt er að renna þar til gerðum hillustoðum í. Gólf skápsins nýtist einnig sem hilla. 2210 STD Skápurinn tekur sama. 1067 RD skápurinn tekur helmingi minna. Hillur eru búnar. |

|
FASTUR UPPHENGJURAMMI (23) 242612 er fyrir skjalapoka með merkingum, 35sm djúpa með hliðaropnun. Hver rammi tekur 50 til 70 poka. 1905 RD skápur tekur hámark 6 upphengjuramma (30,5sm bil milli ramma) eða alls 420 skjalapoka. 1067 RD skápur tekur helmingi minna. Sökum þess að pokarnir eru fastir þarf í þá millimöppur fólíó eða A4 með eða án klemmu. Mjög algengt er að setja í 1905 RD skápinn þrjá fasta upphengjuramma að ofanverðu, 3 útdraganlega ramma að neðanverðu og vinnuborð á milli. Þetta er hámarksnýting. 2210 STD Skápur tekur sama fjölda ramma en þeir eru breiðari og taka skáparnir því aðeins meira magn af pokum og auk þess rúmbetra fyrir ofan og neðan poka. |

|
ÚTDREGINN UPPHENGJURAMMI (22) 242631 er fyrir skjalapoka af A4 eða fólíó stærð. Pokunum er raðað eins og í skúffuskápum beint fram og blasir þá langhliðin við. Hver rammi tekur 2 x 30-40 eða 60-80 poka hámark. Einnig má nota A4 poka og tekur þá hver rammi sama fjölda poka. Í útdreginn ramma er einnig hægt að setja tölvumöppur með hengjum (400mm) og er þeim þá yfirleitt raðað á hlið. Útdregnir rammar eru hafðir í skápunum að neðanverðu. |

|
ÚTDREGIÐ VINNUBORÐ (6) 242655 er sett í miðja 2210 eða 1905 skápa. Borðið er plastlögð spónaplata og er dregið út þegar unnið er við gögn úr skápnum. Þá er hægt að leggja frá sér möppur og slíkt úr skápnum. Mjög þægilegt. |
 |
Útdregin spjaldskrárhilla 242698 Hægt að hólfa niður eftir vild t.d. fyrir spjaldskrá, bæklinga, tölvudiska og fleira. Í þessa hillu eru til bein spjöld 242498 til að hólfa skúffuna niður og hallandi spjöld 242499 til stunings t.d. spjaldskrá. |