Dælur lausar

Egenes vefur

Rosenbauer vefur

 

Nýjung! Fjórða kynslóðin af hinni margreyndu og vinsælu FOX dælu frá Rosenbauer. Setur nýjar viðmiðanir í sínum flokki. Minni um sig, öflugri og einfaldari í notkun. Nýjar raftengingar og nýr LED ljóskastari!

Afköst:
Viðmið við PFPN 10-1500 Slökkvidæla Rosenbauer Fox 4
1.000 l/mín við 15 bar
1,750 l/mín við 10 bar
1,940 l/mín við 8 bar
2,020 l/mín við 6 bar
2,100 l/mín við 4 bar
2,250 l/mín við ópið úthlaup
Prófuð samkvmt EN 14466, DIN EN 14466 og ÖNORM EN 14466

Stærð: Aðeins 636 mm á breiddina
(L x B x H): 926 x 636 x 845 mm

Þyngd:
Þyngd aðeins 166kg tilbúin til notkunar

Búnaður:
Stjórnborð með skjá LCS 2.0
Algjörlega sjálfvirkur sogferli
Inntak er með Storz A 100 tengi og úttök eru tvö með skrúflokum og Storz B75 tengjum.

Viðbúnaður við notkun: Búnaður gefur bilanaupplýsingar

Hljóðlát:
Yfirbyggð með plasthúsi
Ákjósanlegt útblásturskerfi
Hávaðalækkun um 5 dB

Ný vél:
BRP Rotax R3-strokka 4-gengis vél. 899 cm³ 48 kW

Ný dæla:
Í FOX 4 er nýþróuð eins þrepa dælueining sem er se´rstaklega hugsuð fyrir lausar brunadælur. Dæluhjólið er vandað með myndarlegar skeiðalagaðar tennur í spírallöguðu húsi úr léttmálmi sem nýtir sem best vélaraflið í einsþrepa miðflóttaflsdælu. Vökvaaflið nýtt til hins ýtrasta. Dæluöxull úr ryðfríu stáli. Smur og viðhaldslausar keramískar rennslisþéttingar. og einfaldleikinn að komast að vél og dælu auðveldar allt viðhald á  FOX 4. Hægt að fylla eldneyti á vél á meðan hún er í gangi TÜV prófað og viðurkennt.

Öruggt og hratt sog:
Strax og dælan er full af vatni stöðvast sjálfvirki sogbúnaðurinn. Lensibúnaðinn má annars nota til að soga vatn úr kjöllurum án sérstakra aðgerða.

AUÐSKILIN LCS 2.0 NOTKUN
FOX er búin LCS 2.0 (Logic Control System) kontroll sem stýrir og sér um dæluna í notkun. Stjórnborð ásamt litaskjá. Skjárinn sýnir allar aðgerðir og sýnir þannig þeim sem vinnur við dæluna hver staðan er hverju sinni. Strax koma upplýsingar ef sérstakkra aðgerða er þörf.

Bæklingur (enska)

Bæklingur /norska)

Leiðbeiningar (norska)

ROSENBAUER FOX BRUNADÆLUR. Þriðja kynslóðin og ekki lengur fáanleg. Vél er af nýjustu kynslóð BMW loftkæld fjórgengis boxervél 2ja strokka 1170 cc. Afl 50 kW við 4500 snúninga. Blýlaust bensín (án blöndunar). Vélin er rafeindastýrð, sjálfvirkt innsog, rafstýrð eldsneytisgjöf, rafkveikja og snúningsstýring. Rafstart með rafal, rafgeymi og mögulegt er einfalt handstart. Eldsneytisgeymir tekur 20 lítra. Umhverfisnotkunarsvið -25°C til +40°C.

Sjá bækling.

Rosenbauer Fox III með gangráð.

Dælan er af Rosenbauer gerð eins þrepa miðflóttaaflsdæla. Tæringarvarinn léttmálmur  (seltuvarinn). Þurrplötukúpling og hægt að aftengja dælu frá vél. Viðhaldslausar keramískar rennslisþéttingar. Með dælunni er ljóskastari og rafstýrt stjórnborð i húsi yfir dælunni. 
Tvívirk sjálfvirk uppsogsdæla "Professional" fullkomlega sjálfvirk en einnig hægt að setja handvirkt inn sem auðveldar uppsog úr t.d. hýbýlum, bátum ofl.

Stjórnborð/takkaborð. Snertitakkar

Uppsog tekur aðeins 5 sek. við 3ja m. soghæð eða 20 sek við 7,5 m. soghæð.

Tengi og stýribúnaður. Inntak er með Storz A 100 tengi og úttök eru tvö með skrúflokum og Storz B75 tengjum.

Stærð og þyngd. Burðarrammi er úr áli með hreyfanlegum handföngum á hverjum enda ásamt festingu fyrir hjól.

Fæst í tveimur gerðum með eða án gangráðs.

Rosenbauer Fox III kúrfa

Lengd 945 mm
Breidd 735 mm
Hæð 840 mm
Þyngd (þurr) 145 kg
Þyngd með eldsneyti og tilbúin í notkun 167 kg

Afköst við 3ja m. soghæð:
1000 l/min. við 15 bar.
1600 l/min. við 10 bar.
1800 l/min. við 8 bar.
2000 l/min. við 3 bar.


ROSENBAUER BEAVER BRUNADÆLUR

ROSENBAUER BEAVER BRUNADÆLUR

Dælan er sterkbyggð og fyrirferðalítil . Þægileg í burði, handföng útdraganleg, létt og aðeins tveggja manna tak. Örugg í notkun og viðhalds og þjónustuvæn. Loftkældur Briggs&Stratton fjórgengis vél. Einfalt rafstart. Eyðslugrönn. Vinnur minnst  2 klst. á 20 lítra tank. Afkastamikil miðað við stærð. Þolir óhreint vatn. Afkastafljótt uppsog með hálfsjálfvirkri sogdælu. Sjálfvirkt innsog. Aukið öryggi með sér eldsneytistanki 20 l.

Burðarammi:
Álrammi sem á eru fjögur útdraganleg handtök.

Vél:
Smurkerfi um utanáliggjandi olíusíu sem einfaldar viðhald.
Rafstart.

Dæluhlutar:
Stórir skóflufletir og vandað dæluhjól í hringlaga húsi; öxull með viðhaldsfríum þéttihringjum.

Dælubúnaður:
Þrýstimælir og sogmælir Ø 60mm, dreinloki,
Storz tengi á soghlið og eins á þrýstihlið.

Aukabúnaður:
Yfirhitavörn.

Uppsog:
Hálfsjálfvirk sogdæla með sogblöðku.

Tækniupplýsingar:

Dæla:
Einsþrepa ROSENBAUER miðflóttaaflsdæla úr seltu og ryðvörðum rafhúðuðum léttmálmi.
Dæluafköst: (við 3m soghæð)
375 l/mín við 12 bar
750 l/mín við 10 bar
1200 l/mín við 6 bar

Tengi:
Soghlið: 4½“ (Storz A)
Þrýstihlið: 2x 2½“ (Storz B)
Uppsogsdæla:
Hálfsjálfvirk sogdæla með sogblöðku.

Vél:
Briggs&Stratton V2 strokka 4-gengis OHV Bensínvél
Slagrúmmál 993 ccm³
Afl 26 kW (35 Hö) við 3600 mín

Stærð (án  eldneytisbrúsa)
L x B x H: 697mm x 545mm x 645mm
Þyngd:
112 kg þurr
130 kg tilbúin til notkunar og með 20 l. bensínbrúsa.

Eldsneytisbrúsi:
Ekki áfastur
Eldsneyti kemur frá 20 l. bensínbrúsa
Ekkert vandamál að skipta um brúsa á meðan notkun stendur.


Hér eru frekari upplýsingar.


ROSENBAUER OTTER BRUNADÆLA. Briggs & Stratton loftkæld tveggja strokka fjórgengisvél 18 hö. Dæluhlutar seltuvarðir og dæluöxull úr ryðfríu stáli. Í burðargrind. Stærð 510 x 560 x 630mm. Inntak 1 x B75 2.1/2". Úttak 1 x B75 2 1/2". Handvirk stimpilpriming. Max 8 bar. Handstart og rafstart fáanlegt. Þyngd tilbúin til notkunar með handstarti 66 kg.

Otter brunadæla með B&S fjórgengisvél

Otter brunadæla með B&S fjórgengisvél

Afköst miðað við 3ja m. hæð

800 l/mín. við 5 bar.
500 l/mín. við 6 bar.
400 l/mín. við 8 bar.

Afköst miðað við 1,5 m. hæð

1100 l/mín. við 4 bar.

Bæklingur

Sjá dælukúrfu


ROSENBAUER OTTER BRUNADÆLA. Hatz 1D 81Z eins strokka díeselvél 14 hö. Dæluhlutar seltuvarðir og dæluöxull úr ryðfríu stáli. Í burðargrind. Stærð ??? x ??? x ???mm. Inntak 1 x B75 2.1/2". Úttak 1 x B75 2 1/2". Handvirk stimpilpriming. Max 8 bar. Rafstart. Þyngd tilbúin til notkunar 160 kg.

Otter brunadæla með Hatz 14 hö díeselvél

Otter brunadæla með Hatz 14 hö díeselvél

Afköst miðað við 3ja m. hæð

700 l/mín. við 4 bar.
500 l/mín. við 5 bar.

Sjá dælukúrfu


UHPS kerfi með 1000 l. tank og lausri vél
UHPS kerfi með 1000 l. tank og lausri vél

Ultra High Pressure fire-suppression System - UHPS er fyrirferðalítið slökkvikerfi fyrir forgangs slökkvbifreiðar. Búnaðurinn samanstendur af lausri vél, aflúttaki, vatnstanki, háþrýsti stimpildælu með 60 m. slöngu sem er 20 mm í þvermál og úðastút. Slangan með vatni vegur aðeins um 7 kg. Margskonar útfærslur. Sjá bækling.

Efst á síðu