Aukin þjónusta og þekking á Holmatro klippibúnaði


Í lok ágúst sóttum við tveir hér námskeið hjá Holmatro þar sem farið var yfir notkun, aðferðir og tæki og tól frá Holmatro. Í lok október fara svo tveir á Holmatro viðgerðar og þjónustunámskeið og verða þá fjórir þjónustuaðilar hérlendis.

Holmatro býður samstarfsaðilum sínum á námskeið áþriggja ára fresti til að viðhalda þekkingu á Holmatro búnaðnum og fylgjast með nýjum í búnaði ásamt því að kenna nýjar aðferðir við björgun.

Við sóttum tveir slíkt námskeið nú í lok ágúst og teljum okkur nú búa yfir góðri þekkingu á búnaði og eins að meta þarfir viðskiptavina okkar en þeir eru all margir hérlendis sem valið hafa Holmatro klippibúnað enda er Holmatro í fararbroddi í þróun og tækni slíks búnaðar. Þær eru ófáar nýjungarnar sem komið hafa frá þeim og aðrir framleiðendur líkt eftir. M.a. farið í klippivinnu og notaður ýmis hjálparbúnaður eins og V-Strut stoðir, SEP hlífðarábreiður og minni verkfæri. Til að verjast glerbrotunum notuðum við eingöngu Packexe plastfilmu.

Slík námskeið eru haldin á þriggja ára fresti og á hverju ári eru haldin námskeið fyrir þjónustuaðila en þeir þurfa að endurnýja réttindi sín á þriggja ára fresti. Prófunarbúnaður fyrir Holmatro tæki og tól er hér. Í byrjun nóvember munu svo fjórir aðilar vera með réttindi til viðgerða og viðhalds.

Hópmynd