Bridgehill slökkviteppi á rafmagnsbíla


Við höfum nú selt fyrstu sendinguna af Bridgehill Professional slökkviteppum en þau eru notuð á elda í rafmagnsbílum. Teppið kemur líka að notum á aðra elda eins og elda í bensín og díselbílum. Þetta eru svo kölluð yfirteppi sem lögð eru yfir bílinn en svo eru til svo kölluð undirteppi sem eru ætluð undir bílinn en þau eru í laginu eins og laug sem sett er undir bílinn og fyllt af vatni til að drekka rafgeymunum þe. ef eldurinn reynis ill viðráðanlegur.

Bridgehill slökkviteppi

Eld í litíum rafgeymum er erfitt að slökkva vegna efnahvarfa og gríðalegs varmamyndunar. Þegar rafgeymasellurnar hitna verður keðjuverkun og íkveikja í hverri sellunni á fætur annarri og hitinn eykst. Hitinn getur í kjarna náð allt að 3000°C og rafgeymana þarf að ná að kæla niður fyrir 100°C til þess að slökkva eldinn.

Við bruna í rafmagnsbílum sleppa út miklar eiturgufur og efni út í loftið og jarðveg svo þar er mikið atriði að ná að slökkva eldinn á sem skemmstum tíma sem mögulegt er.

Reynslan af Professional teppunum er mjög góð,. Slökkva elda á skömmum tíma. Þau má nota aftur og aftur og er einfalt að þrífa.

Við höfum eingöngu tekið inn yfirteppin, ekki undirteppin en Bridgehill býður upp á ýmsar gerðir af teppum. Gerðir sem eru ætluð í bílageymslur og eins teppi sem endurkasta hita en þau eru til að verja umhverfið frá eldstað.

Til að geta boðið sem hagstæðast verð kaupum við inn 5 yfirteppi í einu og söfnum því þannig saman í pantanir. Afgreiðslutími er skammur.

Professional slökkviteppi Professional slökkviteppi
 Professional slökkviteppi  Professional slökkviteppi

 



Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.