Cutters Edge keðjusagir til slökkviliðs


Nýverið afhentum við tvær Cutters Edge keðjusagir til slökkviliðs sem fyrir á slíkar sagir. Við höfum selt þó nokkrar svona sagir og hafa þær reynst mjög vel. Þessar sagir eru sérstaklega gerðar fyrir slökkvilið og björgunarsveitir og sérstaklega áreiðanlegar við erfiðar aðstæður. Ef þið hafið áhuga og frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

Cutters Edge CE-2171-RS
Keðjan er með varnarhlíf stillanlega til að stilla dýpt þess sem saga á og verja notanda. Sögunardýptin er rúmir 15 sm. eða 20 sm. Stýring úr heilu stáli sem stýrir sögun á sem skemmstum tíma.

Hemill er á keðju sem stöðvar keðjuna á 1/20 úr sekúndu. Verði hún fyrir höggum stöðvast keðjan. Stillanlegt.

Loftsíun er fjögurra þrepa svo vinna megi með sögina við verstu aðstæður í reyk og sóti. Allt viðhald er einfalt og eftirlit er auðvelt og auðvelt að komast að.

Cutters Edge CE-2171-RS
Auðvelt að setja í gang. Rofi alltaf á ON til að koma í veg fyrir að blöndungur yfirfyllist. Innsog einfalt og stillist fast strax.  Tankar fyrir smurolíur fyrir keðju og vél eru hafðir það stórir svo koma megi í veg fyrir að sögin sé keyrð þurr. Fyrr verður hún eldsneytislaus.

Handfang stamt og sérstök vörn frá sagi eða spænum til hlífðar notanda og vél. Hægt er að létta á vél til að auðvelda gangsetningu. Í handfangi eru demparar til að draga úr höggum.

Vélin er rúm 5 hestöfl; eins strokka tvígengis vél. Þyngd um 10 kg. Sjá tækniupplýsingar.

Fleiri gerðir eru fáanlegar og við hvetjum ykkur til að skoða heimasíðu Cutters Edge.