Endurbættar gerðir af Calisia hjálmunum


Við erum komin með ný sýnishorn af nýrri og endurbættri gerð af Calisia hjálmunum. Bæði CV103 og CV102 gerðunum en það eru þær gerðir sem við höfum flutt inn og selt síðastliðin 6 ár en við höfum flutt inn og selt Calisia hjálma allt frá árinu 2012.

CV103 Calisia hlífðarhjálmar

Hjálmarnir eru vottaðir samkvæmt 3 stöðlum  - EN 443 en einnig 1 EN 16471 og EN 16473. Til að standast öll 3 prófin þurfti til sérstakan fjöðrunarbúnað til að stjórna dýpt sætis hjálmsins á höfðinu. Þessum fjöðrunarbúnaði hefur nú verið breytt með því að skipta um froðuinnlegg til að bæta þægindin og stöðu hjálmsins á höfðinu. Með Calisia hjálmunum getur notandinn  verið viss um að öryggið sé í 1. sæti.

Við erum að kanna möguleika á hvort við getum breytt þeim hjálmum sem við höfum nýlega selt.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 568 4800 eða sendið tölvupóst á oger@oger.is.