Hausttilboð Packexe Smash varnarfilmur og búnaður


Packexe SMASH® sjálflímandi plastfilman hefur fengið góðar viðtökur svo við viljum bjóða fleirum að prófa á tilboði til nóvemberloka eða meðan birgðir endast. Takmarkað magn. Hafið samband á oger@oger.is eða í síma 5684800.

Smellið á hlekk til að sjá myndir af Packexe Smash varnarfilmu til að auðvelda störf við klippi og björgunarvinnu. 

Packexe SMASH® sjálflímandi plastfilman treystir rúður svo hraðar gangi að bjarga úr bílflökum.

Ver björgunarlið og sjúkling frá glerbrotum og glerryki en sýnileiki samt áfram um rúður.

Packexe SMASH® getur haldið rúðugleri á sínum stað við björgun. Reynslan sýnir að Packexe SMASH plastlímfilmurnar tvöfalda styrk rúðuglersins og draga úr hættu á óvæntu rúðubroti.

Hér er frétt frá World Challenge en þar notuðu allir björgunaraðilar Packexe Smash búnaðinn.

Við bjóðum slökkviliðinum þessi Packexe SMASH® sett á sérstöku verði eða

374200 Packexe SMASH® Kit sett er á kr. 52.930 án VSK. en býðst nú á kr. 26.465 án VSK. (50% afsláttur)

374202 Packexe SMASH® Refill plaslímfilma (50m.) er á kr. 11.435 án VSK. en býðst nú á kr. 6.861 án VSK. (40% afsláttur)

374204 Packexe SMASH® (Hand) plastlímfilma (50m.)er á kr. 11.435 án VSK. en býðst nú á kr. 6.861 án VSK. (40% afsláttur)

Við eigum og stefnum á að eiga fyrirliggjandi áfyllingar í setttin þ.e. filmur. Sami framleiðandi framleiðir ýmsar gerðir af filmum sem eru seldar í byggingavöruverslunum hér en það eru ekki sömu filmurnar og eru notaðar við björgun enda mun ódýrari.

 

Packexe SMASH® Kit sett af varnarfilmum


Hvert sett inniheldur rúlluskammtara, Packexe SMASH® gataða plastrímfilmu á rúllu fyrir skammtara 312mm x 50m., Packexe SMASH® plastlím filmu á kefli ógataða 312mm x 50m. en sú límfilma er aðallega notuð til varnar þegar framrúða er brotin, límfilmuskurðarhníf, öryggishníf, gúmmísköfu, tusku og poka utan um allt.

Með hverjuPackexe SMASH® setti fylgir svo DVD diskur sem sýnir notkun og notkunarleiðbeiningar ásamt bæklingi sem sýnir líka notkun stig af stigi.

Packexe SMASH® plastlímfilman í skammtarann er götuð til að auðvelda ásetningu. Skammtarinn er búin tveimur keflum sem þrýsta filmunni að rúðunni og svo er það rifjár sem sker filmuna. Skiptir ekki máli þó rigni þar sem keflin þrýsta bleytu frá.

Vel kemur fram í DVD myndinni hvernig nota skal.

Hér má sjá notkun á myndum og kvikmynd

Heimasíða framleiðanda