Heiman 10 ára skynjarar eru komnir


Við höfum ekki áður verið með skynjarar frá þessum aðila en í lagervandræðum okkar brást hann skjótt við og sendi fyrstu sendingu. Við höfum verið með tvær aðrar gerðir af 10 ára skynjurum svokölluðum Mini Alarms en því miður þá sveik einn birginn okkur um stóra sendingu sem við höfðum greitt fyrir.

Heiman skynjararnir koma í staðinn í bili en undir lok september ef allt gengur eftir fáum við aftur Marble 10 ára skynjarann vonandi á góðu verði.

Heiman reykskynjariHEIMAN 10Y

305063 HEIMAN 10Y Optískur stakur og er stærðin 54 x 54 x 45mm. Með þeim allra minnstu. Innbyggð þöggun. Umhverfishitastig -10°C til 50°C. Rakastig 10 til 90%. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga. Líftími skynjara 10 ár.

Hér fyrir neðan er Marble skynjarinn sem við vorum eitt sinn með og erum vonanadi að fá aftur.

Forlife optískur reykskynjariMARBLE 10Y Hringlaga

305061 MARBLE 10Y Optískur stakur og er stærðin 50 x 50 x 47mm.. Líklega sá allra minnsti. Innbyggð þöggun í 10 mínútur. Umhverfishitastig 0°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga. Líftími skynjara 10 ár. Væntanlegur í lok september 2020.

 

Heiman skynjarar

 

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.