Holmatro GSP 5260 EVO 3 rafhlöðudrifnar glennur komnar


Holmatro bætir enn við  þriðju kynslóðina af rafhlöðudrifnum björgunartækjum. Núna bættust við glennur af gerðinni GCP 5260 EVO 3 en þessar glennur eru með mestu glennuvíddina á markaðnum. Kynslóðin nefnist EVO 3 og eru tækin 25% hraðari en fyrri gerð ásamt því að vera hljóðlátari og léttari. Í línunni eru nú allar gerðir af klippum, glennum og tjökkum eins og í vökvadrifnu línunni.

Holmatro EVO 3 glennurGlennuvídd 822 mm og glennuafl 53,2 tonn. Togvídd 701 mm og togafl 8,4 tonn en klemmiafl 13 tonn. Fræðilegt reiknað glenniafl 66,3 tonn. Þessar glennur eru með mestu opnun á markaðnum.

Holmatro EVO 3 glennur

Hér má sækja frekari upplýsingar um Holmatro búnað.   Ef við getum veitt frekari upplýsinga  sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800