Mast brunn og lensidælur


Í vatnsveðrinu í febrúar kom í ljós þörfin fyrir vandaðar dælur svo koma mætti í veg fyrir skemmdir á brunadælunum. Við fengum nokkrar brunndælur og eins lensidælur sem þola óhreinindi í vatninu og stór hluti er þegar seldur og afgreiddur. Okkar aðalbirgi í slíkum dælum er Mast í Þýskalandi. Vandaðar og öflugar dælur. Þær gerðir sem við eigum nú eru K dælurnar og eins og þessar hér fyrir neðan.

MAST K BRUNNDÆLUR. Ný gerð fyrir slökkvilið og atvinnumenn. Til í þremur gerðum með afköst allt frá 200 l/mín til 330 l/mín. Þyngd frá 5 til 7 kg. 230V/50Hz 430W til 810W. Skoðið bæklinginn.

Mast brunndælur

MAST BRUNNDÆLUR. Þýskar. Samkvæmt DIN staðli. Þessar dælur eru boðnar af vel flestum slökkvibíla- framleiðendum í Þýskalandi. Með dælunum er hægt að fá ýmsan nauðsynlegan fylgibúnað. Þar má nefna slöngur, burðagrind, lykla, tengi o.fl. Hafa reynst afburða vel.

Mast TP 4-1 brunndæla

 


Við fengum nokkrar TP 4-1 dælur og þær eru seldar en þetta er eina gerðin sem við höfum tekið af TP dælum. Sjá bækling.
 

 

Mast NP 12 B magndæla

 
Eins fengum við nokkrar NP dælur af gerðinni NP12 B sem eru seldar ásamt börkum og sigtum. Okkur líst mjög vel á þessa gerð  en þessar dælur eru vandaðar og á ágætu verði. Spara notkun á brunadælum við dælingu á óhreinu vatni. Sjá bæklingEf þið hafið áhuga að panta eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.
 
Lensidæla