Nýjar gerðir af reyk og hitaskynjurum komnar á lager

Undanfarið höfum við tekið inn á lager nýjar gerðir af reykskynjurum og hitaskynjurum frá nokkrum birgjum. Við munum svo sjá hver eftirspurnin verður, hverjum við höldum í vöruúrvali okkar.

Hér er um að ræða staka optíska reykskynjara, þráðlaust samtengjanlega reyksskynjara og svo hitaskynjara. Við erum einnig komin með á lager vírtengda optíska reykskynjara, gasskynjara sambyggða með skynjun á kolmónoxíði og hreyfiskynjara en munum kynna þá síðar.

Optískir stakir á 9V rafhlöðu

Smartwares RM250 Optískur skynjari 9V

305046 RM250 Smartwares optískur stakur og er þvermál skynjarans 110 mm og þykkt 33 mm. Umhverfishitastig 4°C til 38°C. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur, þöggun og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 9V Carbon Zink rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (40 sek. fresti). Ef ekki er rafhlaða í skynjara er ekki hægt að loka honum. Líftími rafhlöðu um ár.

GS506 Optískur skynjari

305048 GS506 Siterwell optískur stakur og er þvermál skynjarans 100 mm og þykkt 35 mm. Umhverfishitastig 4°C til 38°C. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 9V Carbon Zink rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (40 sek. fresti). Ef ekki er rafhlaða í skynjara er ekki hægt að loka honum. Líftími rafhlöðu um ár.


Hitaskynjarar stakir á 9V rafhlöðu

RM127K Hitaskynjari

305073 RM127K Smartwares 9V hitaskynjari stakur. og er þvermál skynjarans 110 mm og þykkt 45 mm. Umhverfishitastig -10°C til 50°C. Skynjun við 70°C. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 9V Carbon Zink rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (40 sek. fresti). Ef ekki er rafhlaða í skynjara er ekki hægt að loka honum. Líftími rafhlöðu um ár.


GS401 305075 Hitaskynjari

305075 GS401 Siterwell 9V hitaskynjari stakur. og er þvermál skynjarans 110 mm og þykkt 45 mm. Umhverfishitastig 4°C til 44°C. Skynjun við 50°-68°C. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 9V Carbon Zink rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (40 sek. fresti). Ef ekki er rafhlaða í skynjara er ekki hægt að loka honum. Líftími rafhlöðu um ár.


Samtengjanlegir optískir reykskynjarar á rafhlöðum

305096 Optískur þráðlaus skynjari

305096 FA21RF Optískir þráðlausir samtengjanlegir 9V + 3xAA reykskynjarar.
Hámarks drægi í fríu milli tveggja er 40m. Samtenging að hámarki 15 stk. í hóp. 433.92 mHz tíðni. Ganga á einu stk. af 9V rafhlöðukubb og þremur stk. af 1,5V AA rafhlöðum. Umhverfishitastig -5°- 40°C. Prófunarhnappur (Test) , gaumljós sem sýnir ljós við skynjun og ljós (Learn) ef samtenging er í lagi og þegar verið er að samtengja. Viðvörun ef rafhlaða er að klárast. Ekki hægt að setja upp nema rafhlöður séu í skynjara. Gæta þarf að allar rafhlöður séu í skynjaranum. 9V rafhlaðan er fyrir skynjun en AA rafhlöðurnar fyrir þráðlausa sendingu/móttöku. Þvermál 130mm og þykkt 50mm.

Samtengileiðbeiningar


305098 GS558 Þráðlaus optískur skynjari

305098 GS558 Optískir þráðlausir samtengjanlegir 2xAA reykskynjarar.
Hámarks drægi í fríu milli tveggja er 20m. Samtenging að hámarki 15 stk. 433.92 mHz tíðni. Umhverfishitastig -5°- 40°C. Prófunarhnappur, þöggunarhnappur og gaumljós sem sýnir ljós við skynjun, þöggun og samtengingu. Viðvörun ef rafhlaða er að klárast. Ekki hægt að setja upp nema rafhlöður eru í skynjara.  Þvermál 120mm og þykkt 40mm.

Samtengileiðbeiningar

Rictron optískur samtengjanlegur

305095 RC-421 WL Optískir þráðlausir samtengjanlegir 9V reykskynjarar.
Hámarks drægi í fríu milli tveggja er 50m. Samtenging að hámarki 50 stk. 433.92 mHz tíðni. Ganga á einni 9V rafhlöðu. Prófunarhnappur, gaumljós sem sýnir rautt ljós við skynjun en grænt ljós ef samtenging er í lagi. Viðvörun ef rafhlaða er að klárast. Ekki hægt að setja upp nema rafhlaða sé í skynjara. Litlir um sig (11 sm. í þvermál). Skynjararnir eru seldir tveir saman.

Samtengileiðbeiningar


Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um skynjarana eða viljið panta sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.