Nýjar gerðir af Holmatro klippum af GP gerð


Nýjar gerðir af Holmatro GP klippugerðum komu á markað í nóvember. Þessar gerðir eru þær síðustu sem koma fram í 5000 línunni. Þær taka við af CU 4030 til CU4040 GP gerðunum

CU5040-5050GP Klippur

Víð opnun blaða
Klippur eins og CU 5040/5050 GP gerðirnar hafa mun víðari opnun en NCT klippur. Lögun blaðanna og endi hentar betur þegar er verið að klippa mismunandi gerðir af prófílum. Við björgun úr bílflökum henta NCT klippur mun betur enda sérstaklega útbúnar fyrir slíka vinnu. En þar sem víð opnun hentar koma þessar gerðir til greina.

Léttari klippur og þægilegri í notkun
Í samanburði við fyrri gerðir eru hér mun öflugri klippur og að auki léttari. Þessar gerðir eru þær síðustu sem koma fram í 5000 línunni. Þær taka við af CU 4030 til CU4040 GP gerðunum.

Ef frekari upplýsinga er þörf eða þið viljið panta sendið þá póst á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.