Ódýrari bakbretti frá Rapid Deployment

Frá Rapid Deployment getum við boðið takmarkað magn af bakbrettum af gerðinni RED 716 PRO-LIITE. Þessi bretti eru rauð að lit og hægt að fá með og án pinna fyrir ólar.
35% afslátt
getum við veitt af þessum bakbrettum svo þeir sem áhuga hafa ættu að hafa samband sem fyrst  því eins og áður sagði er um takmarkað magn að ræða og öll eru brettin rauð sem eru í boði að þessu sinni.

Pro-Lite 716 bakbrettin eru létt aðeins tæp 6 kg. Þau eru 183 sm. á lengd, 41 sm. á breidd og 6 sm. á þykkt. Smíðuð sem ein heild þ.e. engin samskeyti. Þola verulegan þunga (ótakmarkaðan).

Sextán handföng 6 x 13 sm. Mjókka upp úr 41 sm. í 36 sm. Íhvolf lögun styrkir og minnkar geymslupláss. Tvö borð staflast á innan við 10 sm. Neðri hluti beygist aðeins til að auðvelda því að koma bretti fyrir við þröngar aðstæður.

Umlykur neðri hluta líkamans á sem réttastan hátt. Fer vel með sjúklinginn (flotkraftur). Hægt að nota allar gerðir höfuð eða hálskraga á brettin. Fáanleg með festipinnum fyrir belti.

Verð brettanna er  kr. 21.835 án VSK.Frekari upplýsingar um bakbretti hér

Á heimasíðu Rapid Deployment Products má finna þennan bækling um þann búnað sem þeir bjóða.