Ráðstefna um hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa 9. apríl

Slökkviteppi

9. apríl næstkomandi mun Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Mannvirkjastofnun standa fyrir ráðstefnu í tengslum við hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa með áherslu á rafmagn. - Ólafur Gíslason & Co. var með sérstakt tilboð í tilefni dagsins, og verðlistinn er hér.
Auk þessa verður fjallað um eld og aðrar hættur í spennuvirkjum.

Meðal fyrirlesara eru Frank Åstveit aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen en í Noregi hefur verið mikil umræða um hvernig bregðast skuli við eldi í bifreiðum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið hefur verið.

Sýnt verður hvernig slökkt er í logandi bifreið með stóru eldvarnateppi og rætt um kosti þess með hliðsjón af notkun vatns og eða froðu.

Ráðstefnugjald er 5.500 krónur.
Innifalið í gjaldinu er hádegisverðarhlaðborð á Hótel Selfossi og kaffiveitingar.
Skráning þátttöku er á midi.is Skráningu lýkur 4. apríl.

Dagskrá 9. apríl 2019 09:00 – 17:00 Fundarstjóri: Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

09:00 – 09:15 Davíð Snorrason, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun setur ráðstefnuna.
09:15 – 12:00 Frank Åstveit, aðalvarðstjóri slökkviliðsins í Bergen. Hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa.
12:00 – 13:00 Matur.
13:00 – 13:45 Frank Åstveit, sýning á slökkvistarfi í logandi bifreið með eldvarnateppi. Mæting í anddyri hótelsins.
13:45 – 14:10 Lárus K Guðmundsson. Farartæki í almenningssamgöngum með aðra eldsneytisgjafa.
14:10 – 14:30 Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta. Umhverfið og hvað verður um rafhlöðurnar.
14:30 – 15:10 Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets. Eldur og aðrar hættur í spennuvirkjum.
15:10 – 15:30 Kaffi og spjall.
15:30 – 16:30 Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orku Náttúrunnar. Hvað er að vera öruggur?
16:30 – 16:40 Ráðstefnuslit. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

Sjá nánar á heimasíðu Brunavarna Árnessýslu: https://www.babubabu.is/

Um slökkviteppin má fá nánari upplýsingar hér: https://www.oger.is/is/eldvarnir/eldvarnateppi/staerri-slokkviyfirbreidslurteppi