Stöndum saman Vestfirðir


Við fengum það frábæra verkefni í byrjun sumars að útvega 52 Calisia hjálma í söfnunarverkefni Stöndum saman Vestfirðir. Slökkviliðin eru allmörg á Vestfjörðum og þörfin á nýjum hjálmum mikil. Við völdum í verkefnið Calisia CV103 hjálmana með endurskinskolli og hlífðar og hnakkavörn. Hjálmarnir voru svo afhentir í ágústmánuði.

Að verkefninu stóðu þrjár ungar konur Hólmfríður Bóasdóttir, Steinunn Guðný Einarsdóttir ogTinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. Þær hafa undanfarin ár staðið fyrir söfnunum fyrir ýmsum búnaði og tækjum fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Aðdáunarvert framtak hjá þeim. Hér getið þið kynnt ykkur hvaða verkefni þær hafa unnið að.  Sjá Stöndum saman Vestfirðir.

Við leyfðum okkur að taka myndir af fésbókarsíðu þeirra og af fésbókarsíðu Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til að birta af afhendingum til slökkviliðanna.

Stöndum saman Vestfirðir

CV103 Calisia hjálmur með gullhlífðargleriog hnakka hlíf

Stöndum saman Vestfirðir
Ísafjörður

Stöndum saman Vestfirðir
Bolungarvík

Stöndum saman Vestfirðir
Suðureyri

Stöndum saman Vestfirðir
Flateyri

Stöndum saman Vestfirðir
Vesturbyggð (Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur)

Stöndum saman Vestfirðir 
Hólmavík