Til baka
Guardman brunaslöngur
Guardman brunaslöngur

Guardman 2" Brunaslanga 20m

með áföstum Storz tengjum

2" Guardman (Armtex) Brunaslanga, 20m löng, með áföstum Storz C52 tengjum í Din staðli.

Vörunúmer: 315020x20, 324104x2, 390915x2
Verðmeð VSK
45.392 kr.
4 Í boði

Nánari upplýsingar

Guardman brunaslangan er gerð til að vinna með við nánast allar aðstæður ekki aðeins sem brunaslanga en líka fyrir flutning á ýmsum vökvum, um borð í bátum og skipum, á úthafinu, iðnaði og landbúnaði. Guardman hefur flestar viðurkenningar eins og m.a. Siglingastofnunar, Norsk Veritas, Loyds ofl. Prófaðar samkvæmt eftirfarandi stöðlum NS 4016 – 4018, SS 2840, DIN 14811, NEN 2242, BS 6391 type 3

Tafla með upplýsingum um Guardman brunaslöngur

Guardman (áður nefndar Armtex) rauðar brunaslöngur eru brunaslöngur úr gerfiefnum. Guardman brunaslangan er framleidd í heilu lagi þar sem nítríl gúmmíi er þrýst í gegnum hringofinn vefnaðinn. Þetta gefur efnunum góða viðloðun þ.e. innara og ytra lags gúmmísins og vefnaðsins. Eftir vúlkaniseríngu fara slöngurnar í þrýstiþolprófun og framleiðslueftirlit áður en þær eru sendar til ýmissa landa. Gæði Guardman brunaslangna eru viðurkennd um allan heim og hefur slangan náð þeirri sérstöðu að vera nefnd brunaslanga nútíða og framtíðar. Guardman er mjög sterk brunaslanga og á langan líftíma við erfiðar aðstæður. Hér á landi eru enn í notkun hjá slökkviliðum brunaslöngur af þessari gerð frá árinu 1962.