Til baka
Heimilispakki Minnsti
Heimilispakki Minnsti

Heimilispakki Minnsti

6l Léttvatnsslökkvitæki + 2 Forlife reykskynjarar

1 stykki 6L léttvatnstæki og tveir litlir Forlife reykskynjarar.

Vörunúmer: 300354+305062
Verðmeð VSK
14.590 kr. Verð áður19.250 kr.
48 Í boði

Nánari upplýsingar

Léttvatnstæki:

Þau eru á A elda eins og vatnstækin en einnig á B elda. Þau eru sérstaklega öflug á eldfima vökva. Léttvatnið myndar filmu yfir eldmatinn og hindrar að það kvikni í aftur. Léttvatnstæki má nota á rafmagnselda að 1000V í allt að 1s m. fjarlægð en gæta skal sérstakrar varúðar. Tækin eru hlaðin með vatni og léttvatni í ákveðnum hlutföllum. Köfnunarefni er þrýstigjafinn.

Reykskynjarar:

Forlife 10Y reykskynjari er optískur stakur og stærðin er 45mm að breidd og 50mm að hæð. Líklega sá allra minnsti. Innbyggð þöggun í 10 mínútur. Gaumljós sýnir að skynjarinn fór í gang með grænu ljósi en sýnir rautt á meðan hann er í aðvörun. Í venjulegri stöðu er ljósið ekki logandi. Umhverfishitastig 4°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Vel staðsettur prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga. Líftími skynjara 10 ár.