Til baka
MARBLE Optískur Reykskynjari 3V
MARBLE Optískur Reykskynjari 3V

MARBLE Optískur Reykskynjari 3V

10 ára litíum rafhlaða. Sá minnsti ?

305060 MARBLE 10Y optískur stakur og er stærðin 46 x 46 x 42mm. Líklega sá allra minnsti. Innbyggð þöggun í 10 mínútur. Umhverfishitastig 4°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga. Líftími skynjara 10 ár.

Vörunúmer: 305060
Verðmeð VSK
2.928 kr.
193 Í boði

Nánari upplýsingar

 • Skynja með auga sýnilegan reyk frá t.d. glóðareldi og P.V.C. plastefnum. 
 • Óháður rakastigi, hitastigi og loftræstingu. 
 • Hentar vel í stofur, herbergi stigaganga, geymslur, geymsluganga og eins ef staðsetja þarf reykskynjara nálægt eldhúsi.

Það er mjög mikilvægt að hreinsa skynjara með því að ryksuga þá eða blása lofti í þá, sérstaklega optíska reykskynjara. Þeir geta gefið frá sér viðvörunarhljóð í tíma og ótíma ef ryk er í skynjunarhólfi.

Til að tryggja sem mesta öryggi, er best að nota samblöndu af jónískum, optískum og hitaskynjurum á heimilið.

Kostir

 • Ný kynslóð. Einstakt útlit 46x46x42mm.
 • Frábært verð í samanburði við optíska skynjara (10 ára) á markaðnum.
 • IC foritun og einstakur búnaður tryggir nákvæma virkni.
 • 10 ára litíum rafhlaða. Engin rafhlöðuskipti.
 • Einstök gæðaprófun í verksmiðju. Hver skynjari prófaður.
 • Öryggi í virkni. Næmni hvers skynjara still við sérstakar prófunaraðstæður.
 • Hver skynjari hefur rekjanlega kóða. Allar prófanir eru skráðar.

Eiginleikar

 • 10 ára litíum rafhlaða.
 • Viðvörunarljós og prófunarhnappur.
 • Sjálfvirk prófun. Viðvörun hljómar ef ryk og óhreinindi safnast í greiningarhólf og eins ef bilun finnst.
 • Þöggunareiginleiki (10 mín).
 • Viðvörun þegar rafhlaðan er orðin léleg.
 • Ekki hægt að setja upp nema rafhlaða sé í skynjara.
 • Auðveld uppsetning. Lítill rammi festur og skynjari í hann.