Eldvarnateppi

Þau eldvarnateppi sem við bjóðum eru samkvæmt EN stöðlum 1869:1997 og eru þau húðuð með silikónefni til að hindra að eldur fari í gengum þau.

Við eld í olíupotti getur það gerst að olían fari í gegn um teppið og eldurinn fylgi. Komið er í veg fyrir þetta með teppum sem eru silikónhúðuð og þau teppi eru viðurkennd samkvæmt En stöðlum.

Lágmarkstærð teppis fyrir heimilið er 100 x100 sm. en við erum einnig með teppi í stærðunum 120 x 120sm.og 180 x 180 sm. Þær stærðir eru ætluð í stærri eldhús og veitingastaði.
Við vekjum athygli á að talsvert er af eldvarnateppum sem ekki uppfylla EN staðal á markanum. Þau eru auðþekkjanleg. Flest eru teppin gisin, í óvönduðum umbúðum og þau eru ódýr.

Starkin eldvarnateppi

Starkin

305405 Starkin Topspec Euro Eldvarnateppi
100 x 100sm. Í hvítum flötum plastkassa. EN staðall. Íslenskar leiðbeiningar.

305416 Starkin Topspec Euro Eldvarnateppi 120x120sm. í hvítum flötum plastkassa. EN staðall. Íslenskar leiðbeiningar.

305425 Starkin Topspec Euro Eldvarnateppi 180x180sm. í hvítum flötum plastkassa. EN staðall. Íslenskar leiðbeiningar.

Weldoak málmsuðuteppi

WELDOAK

371062 Weldoak Málmsuðuteppi 150 x 150sm.

Suðuteppi af gerðinni  WELD OAK 1200 er úr glertrefjum sem er unnið með efnum sem gefa verulegt hitaþol en þyngd efnisins eða þéttleiki er  1200 gm/m². WELD OAK 1300 þolir allt að 950ºC hita og heldur eiginleikum sínum við þær aðstæður. Aðallega notað til að leggja yfir hluti og búnað sem verja á frá log-, ál- eða rafsuðu.