Klöppur, kústar og hrífur

Sinuklöppur nornakústar

350100 Sinuklöppur

10 fjaðrir, 50mm breiðar og 330mm langar. Skaft 2m langt og 28mm í þvermál. Festing við kúst með fluguró. Hægt að skipta um skaft. Lang algengasta gerðin og hjá flestum slökkviliðum.

 

Festing fyrir tvær sinuklöppur

Festingar fyrir tvær klöppur

350103 Festingar fyrir sinuklöppur

Sérsmíðaðar festingar fyrir tvær sinuklöppur. Í umræðunni er að sumarhúsaeigendur festi tvær klöppur hlið við hlið á norðurgafl húsa sinna. Þannig að þegar þörf er á þá eigi nágrannar möguleika á að nota klöppurnar í slökkvistarf.

 

BBR5 Sinuklöppur nornakústar

Nornakústur

350110 BBR5 Nornakústur eins og í ævintýrunum.

Með vönduðu harðhnotuskafti 160 sm. löngu. Hentugur sem fyrsta hjálp fyrir sumarhúsaeigendur eða bændur við kjarrelda.