Umhverfisvæn léttvatnstæki komin til landsins

Umhverfisvænt léttvatnstæki frá Jockel

Við vorum að fá 6 lítra umhverfisvæn léttvatnstæki frá Jockel til landsins. Auk þess að vera vistvæn, eru þau líka öflugri en flest léttvatnstæki af sambærilegri stærð á markaðnum í dag, með 34A og 183B.

Umhverfisvæna léttvatnstækið frá Jockel hefur eftirfarandi eiginleika sem aðgreinir það frá öðrum léttvatnstækjum:

  • Nýja umhverfisvæna tækið inniheldur hvorki perflúoroktansýru (PFOA) né perflúoroktýlsúlfónat (PFOS). Þessi manngerðu lífrænu flúorefni brotna illa niður í náttúrunni og eru í flestum hefðbundnum léttvatnstækjum.
  • Lífrænar froður eru notaðar sem slökkvimáttur í tækinu, með öflugri grænni formúlu sem dregur einstaklega úr notkun flúors og eykur vistvænt niðurbrot í náttúru.
  • Formúlan notar C6 vetniskolefni (fluorotelomers) sem er lífrænt efni, í staðinn fyrir manngerðu efnin PFT og polyFT.
  • Minna magn pökkunarefnis og framleitt eftir orku-meðvituðum (vistvænum) framleiðsluaðferðum.

Þessi handhægu léttvatnsslökkvitæki eru kjörin lausn fyrir elda í flokki A (neistaeldar) og B (olíueldar). Vegna þéttleika froðunnar sem er í tækinu þá myndar hún filmu af vatni, sem er lokuð og gufuþétt, á yfirborði brennandi efna, meira að segja þegar um brennandi vökva er að ræða. Þessi læsta filma/lag kemur í veg fyrir að gufur eða gös sleppa út og kemur í veg fyrir að súrefni komist í brennandi efnið. Eldurinn er þar með kæfður. Léttvatn eða froðuvatn hefur líka kælandi áhrif vegna þess hve mikill hluti blöndunnar er vatn. Froðuna er svo auðveldlega hægt að fjarlægja síðar.

Upplýsingar framleiðanda (á ensku/in English)