Nýr 10 ára reykskynjari frá Forlife. Líklega sá minnsti.

Nýr 10 ára reykskynjari frá Forlife. Líklega sá allra minnsti. Hann kostar minna en 400 kr. á ári því aldrei þarf að skipta um rafhlöðu!

ReykskynjariReykskynjariReykskynjariReykskynjari

Forveri þessa skynjara hefur verið mjög vinsæll. Optískur stakur og stærðin er 50mm að breidd og 46mm að hæð. Líklega sá allra minnsti. Innbyggð þöggun í 10 mínútur. Umhverfishitastig 4°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%. Hljóðstyrkur 85 dB/3 m. Prufuhnappur og tvívirkt gaumljós. Rautt gaumljós kviknar við prófun og skynjun reyks. Grænt ljós þýðir að reykskynjarinn hefur skynjað reyk, t.d. þegar þú kemur heim og sérð grænt logandi ljós, þýðir það að skynjarinn hefur farið í gang á meðan þú varst í burtu og þú getur leitað orsaka. 3V Litíum 10 ára innbyggð rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga, sem þýðir að skipta þarf um skynjara því líftími skynjarans er 10 ár.