Flugmálastjórn

Þessi bifreið fór á Hornafjörð


Fjórar bifreiðar af Dodge gerð fjórhjóladrifnar með hátt og lágt drif og sjálfskiptar. Vatnstankur er 1.200 l. og froðutankur er 100 l. Rosenbauer úðabyssa er á þaki sem afkastar 1.200 l./mín með tölvustýrðri fjarstýringu úr ökumannshúsi og Rosenbauer Fox slökkvidæla sem afkastar 1.600 l./mín við 8 bar þrýsting.

Í bifreiðunum er hinn ýmsi búnaður og má þar nefna 50 kg. slökkvikerfi og slöngukefli með 1" brunaslöngu með Rosenbauer Ne-Pi-Ro úðastút.

Bifreiðarnar voru byggðar fyrir Flugmálastjórn og eru staðsettar á flugvöllunum á/í Ísafirði, Vestmannaeyjum, Hornafirði og Sauðárkróki.

Þar sem um er að ræða flugvallaslökkvibifreiðar skal það tekið fram að þær eru mjög frábrugðnar venjulegum húsabrunabifreiðum m.a. vegna þess að einn maður þarf að geta stjórnað slökkvistarfi og losað allt slökkvivatn af bifreiðinni úr ökumannshúsi á mjög skömmum tíma.

Einnig þarf bifreiðin að ná ákveðinni hröðun innan ákveðins tíma og er því um óhemju aflmiklar bifreiðir að ræða. Orkuhlutfall þessara bifreiða er um 36 hestöfl á hvert tonn.


Eins og sést þá fór þessi bifreið til Vestmannaeyja en þetta var fyrsta bifreiðin

 

Sjá fleiri myndir.



Hér er bifreið á Reykjavíkurflugvelli


Tuttugustu og tuttugustu og fyrstu bifreiðarnar eru árgerð 2001 af gerðinni MAN / ROSENBAUER
gerð 19.414 FAK45 4x4 með 410 hestafla vél. Fjórhjóladrifnar með sídrifi, driflæsingu framan og aftan, ABS hemlum, einföldu ökumannshúsi með rými fyrir 2 menn þar af 1 í stól með reykköfunartækjum.



Hér er bifreiðin á Akureyri
Undirvagninn er frá MAN en byggt var yfir bílana hjá ROSENBAUER í Flekkefjörð í Noregi. ROSENBAUER sem er mjög þekktur framleiðandi á slökkvibifreiðum og búnaði fyrir slökkvilið er með höfuðstöðvar í Austurríki og verksmiðjur um allan heim.

Nú eru 20 slökkvibifreiðar frá Rosenbauer í notkun hér á landi. Dælu og þakstút er fjarstýrt frá ökumannshúsi sem gerir það að verkum að við slökkvistarf þarf einungis 2 menn.
Bifreið á Reykjavíkurflugvelli
Í yfirbyggingu sem er smíðuð úr áli og plasti er 6.100 lítra vatnstankur og 610 l. froðutankur, Rosenbauer N30 brunadæla með afköst 3.000 l. við 10 bar og 3. m. soghæð.

Á þaki er ROSENBAUER RM25E fjarstýrður úðastútur sambyggður fyrir froðu/vatn sem afkastar 2500 l. af vatni á mínútu. Úttök á dælunni eru, eitt í vatnsbyssu á þaki, eitt beint á slöngukefli með 50 m. slöngu og úðastút. Tvö úttök með sjálfvirkum lokum sem opna fyrir vatn þegar slanga er dregin út en þessi búnaður sparar bæði tíma og mannskap. Froðublandari með stillanlegri blöndun er sambyggður dælunni. UNIPOWER 6KW 220 Volta rafall er beintengdur við vél bifreiðanna.

Einnig er í bifreiðunum, loftknúið ljósamastur, miðstöð sem heldur hita í skápum ásamt hitaelementi í vatnstank.
Hér má m.a. sjá viðvörunarljós á hliðum svo hægt sé að sjá vatnsmagn eftir á tanki
Ýmsar innréttingar og búnaður er í bifreiðunum eins og reykköfunarstóll í farþegasæti, HOLMATRO vökvaknúinn björgunarbúnaður, WIMUTEC björgunarsagir, RAMFAN reykblásari, slöngurekkar fyrir GUARDSMAN (ARMTEX) 42mm. 3" og 4" slöngur, hillur, verkfæraveggir, útdraganlegar festingar fyrir reykköfunartæki og kúta, NOR 10m. brunastigi, sogbarkar, ROSENBAUER Úðastútar, FLEXI Vinnupallastigi, TOTAL froðustútur, sjúkrabörur, fyrstu hjálpar töskur, súrefnisgjafarbúnað, JOCKEL  slökkvitæki, 135 kg duftkúla ýmis konar handverkfæri ofl. ofl.

Bygging þessara bifreiða er hluti af samningi sem gerður var við okkur eftir útboð sem Flugmálastjórn og Ríkiskaup stóðu fyrir um smíði á fjórum sérbyggðum flugvalla slökkvibifreiðum. Ólafur Gíslason & Co hf / Eldvarnamiðstöðin í samvinnu við Rosenbauer A/S í Noregi voru með hagstæðasta tilboðið. Seinni 2 bifreiðarnar koma væntanlega til landsins á þessu og næsta ári.


Tuttugasta og þriðja bifreiðin er bifreið sem byggð var fyrir Flugmálastjórn.


Undirvagn er af gerðinni MAN 27.414 DFAC 6x6 410 hestafla vél. Sexhjóla, sjálfskiptur, drifin með sídrifi, driflæsing framan og aftan, ABS hemlum, einfalt ökumannshús með rými fyrir 2 menn þar af 1 í stól með reykköfunartækjum.Hér er stærsta flugvallaslökkvibifreið Íslendinga

Í yfirbyggingu sem er smíðuð úr áli og trefjaplasti er 7.900 l. vatnstankur og 790 l. froðutankur, Rosenbauer NH40 brunadæla með afköst 4.000 l. við 10 bör og 3. m. soghæð. Dælan skilar 4.500 l/mín við 8 bara þrýsting

Hér er hún fyrir afhendingu fyrir utan skrifstofur okkar

Á þaki er Rosenbauer RM60E fjarstýrður úðastútur sambyggður fyrir froðu og vatn sem skilar 4 til 6.000 l/mín.

ROSENBAUER RM8E fjarstýrður úðastútur sambyggður fyrir froðu/vatn sem afkastar 1.000 l. af vatni á mínútu er framan á ökumannshúsi.

Úðastútar eru svo undir bifreiðinni til varnar henni sjálfri. Úttök á dælunni eru  fyrir vatnsbyssur á þaki og framan, á háþrýsti slöngukefl, tvö úttök með sjálfvirkum lokum sem opna fyrir vatn þegar slanga er dregin út en þessi búnaður sparar bæði tíma og mannskap.

Fix-Mix froðublandari með stillanlegri blöndun er sambyggður dælunni. UNIPOWER 4kW 220 V rafall er beintengdur við vél bifreiðarinnar. Einnig er í bifreiðinni: loftknúið ljósamastur 2 x 1000W, miðstöð sem heldur hita í skápum ásamt hitaelementi í vatnstank.
Séð inn í dæluskáp

Ýmsar innréttingar og búnaður er í bifreiðinni eins og reykköfunarstóll í farþegasæti, Spiromatic 323 reykköfunartæki (2 sett) með Savox fjarskiptabúnaði.

HOLMATRO lyftipúðar háþrýstir og lágþrýstir, WIMUTEC björgunarsög, RAMFAN reykblásari, slöngurekkar fyrir GUARDSMAN (ARMTEX) 42mm. (gular), 3" (bláar) og 4" brunaslöngur.

BB-CBC greinistykki, hillur, verkfæraveggir, útdraganlegar festingar fyrir reykköfunartæki og kúta.

NOR 10m. brunastigi, sogbarkar, ROSENBAUER CASTEK úðastútar og UNIFIRE úðastútar.


FLEXI Vinnupallastigi, ROSENBAUER 135 kg. duftkúla, TOTAL froðustútur, JOCKEL slökkvitæki, ýmis konar handverkfæri ofl. ofl.Sprautað í sólskininu við afhendingu
10.09.02 Öflugasta og stærsta slökkvibifreiðin í byggingu

11.11.02 Komin á Reykjavíkurflugvöll

13.12.02 Ný slökkvibifreið og bátar á Reykjavíkurflugvelli

30.11.02 Flugmálastjórn fær afhentar slökkvibifreiðar