Slökkvilið Sandgerðisbæjar

Sextánda bifreiðin er byggð fyrir Slökkvilið Sandgerðisbæjar. Undirvagn er af MAN 19.364 FAK gerð með 360 hestafla vél, fjórhjóladrifin með sídrifi og rafmagnsgírskiptingu.

Mannskapshús er tvöfalt eða fyrir sex manns þar af þrjá  í Huma reykkafarastólum. Heildarlestun þ.e. bifreiðin fullbúin í útkall er um 75% en vatnstankur er 3.000 l. og froðutankur 200 l.

Rosenbauer slökkvidæla (NH30) afkastar 3.000 l. við 10 bar og 400 l. mín við 40 bar. Dælan er búin tveimur sjálfstæðum froðukerfum þannig að hægt er að hafa froðu á háþrýsti hliðinni og hreint vatn á lágþrýstihliðinni eða froðu á báðum samtímis. 

Hér sjást Reynir slökkvistjóri og Ketill verksmiðjustjóri í verksmiðjunni.


Helsti búnaður til viðbótar eru tvö 60 m. 3/4" rafdrifin slöngukefli með Rosenbauer Ne-Pi-Ro háþrýstibyssum staðsett í öftustu hliðarskápum, olíumiðstöð í áhafnarhúsi, fjarstýrt leitarljós, Hella ljóskastarar að framan, tengingar fyrir talstöð og síma ásamt loftnetum.

Á þaki er komið fyrir verkfærakassa ásamt börkum og þrískiptum 10 m. Raufoss brunastiga. Í yfirbyggingu er hilla yfir dælu fyrir slöngurekka, slöngurekkar í hliðarskápum, hreyfanlegir veggir fyrir verkfæri og hillur, loftdrifið ljósamastur 3 x 500 W hæð 4,6 m, reykköfunartækjafestingar, Rosenbauer Otter brunadæla.

Einnig eru ástigspallar til að auðvelda aðgengi í skápa. Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er um 24 hestöfl á hvert tonn.

Myndin af bílnum þar sem Reynir slökkviliðsstjóri í Sandgerði og Kjetil verksmiðjustjóri hjá Rosenbeauer Norge ræða smíði bílsins var tekin í byrjun nóvember, sýnir smíði bílsins á lokastigi,  en bíllinn er væntanlegur í byrjun desember.

Bifreiðin kom svo í desember og hér má sjá myndir af æfingu.