Isavia Keflavíkurflugvöllur 2019

 

Myndasafn

Slökkvibifreiðin er byggð og útbúin af slökkvibifreiðaframleiðandanum Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi.

Wiss slökkvibifreið

Gerð undirvagns : Scania P450 4x2 CP31  450 hestöfl Vélin uppfyllir gildandi mengunarstaðla EURO 6 vökvaskiptur gírkassi. Læsing í afturöxli og loftfjaðrir að framan og aftan. Hámarkshraði 130 km/klst. Eldsneytistankur 180 l. Michelin hjólbarðar. Heilsárshjólbarðar Michelin S+M eru undir bifreiðinni. Í bílnum er höfuðrofi sem rýfur allan straum á bílnum ásamt lofttengi svo hægt sé að tengja loftslöngu inn á bílinn til að viðhalda loftþrýstingi á hemlakerfinu á meðan bíllinn er í húsi og rafmagns tengill fyrir hleðslu inn á bílinn. Rettbox tengibúnaður þar sem bæði rafmagn og lofttengi er tengt með sleppibúnaði. Með fylgir tengill fyrir húsarafmagnið og loft. Nato tengill að auki.

 

Vinstri hlið

Ökumannshús: Tvöfalt CP31, fjórar hurðir. Lengri gerð húss frá framleiðanda undirvagns. Hefðbundnar  Scania innréttingar. Skápur með hillum á milli fram og afturhluta. Í skáp eru innstungur fyrir húsarafmagn, rafstöðvarrafmagn og frá rafstöð og inverter. Öllum miðstöðvum stýrt frá mælaborði. Scania (Webasto)  miðstöð undir aftursæti ásamt geymslu. Handföng fyrir farþega í aftursætum. Sjálfvirk opnun á þrepum fyrir afturhurðir. Lýsing fyrir fram og afturhluta sem truflar ekki ökumann í akstri. Allir í öryggisbeltum.

Hjólabil: 4.500mm.

Útblástur: Upp á milli ökumannshúss og yfirbyggingar.

Dráttur: Dráttarkrókar eða pinnar að framan og aftan til að draga bifreiðina.

Reykköfunarsæti:  Sæti fyrir tvo í reykköfunarstólum í afturhluta. Einnig er sérstakur viðurkenndur reykköfunarstóll fyrir farþega í framsæti. Innrétting að öðru leyti stöðluð. Reykköfunarstólar fyrir Scott Propak F Reykköfunartæki.

Bakhlið

Yfirbygging: Yfirbyggingin er úr trefjaplasti.  Þrír skápar á hvorri hlið. Rennihurðir úr áli fyrir skápum á hliðum ásamt læsanlegri lokunarslá með tveimur skrám. Á bakhlið er læsanlegur hleri fyrir skáp. Á bakhlið er stigi til að komast upp á þak. Á þaki eru hlerar til að komast að vatnstanki og froðutanki. Eins eru Baggio rafdrifinn losunarbúnaður fyrir 12 m. þrískiptan stiga (NOR BAS). Skápar eru um 60 sm á dýpt. Yfirbygging samkvæmt staðli EN1846 og að aftan er árekstrarvörn í SAPA í állit. Bakkmyndavél og akstursmyndavél með upptöku. Einnig eru myndavélar á hverri hlið..

Vatnstankur: 3.000 l. úr trefjaplasti. Mannop, yfirfall og skilrúm. Á tanknum er lögn að dælu 125 mm op með spjaldloka. Einnig er 75 mm lögn í vatnstank frá brunahana. Sú lögn er með sjálfvirkum áfyllingarbúnaði. Storz tengi.

Froðutankur: 180 l. úr trefjaplasti Mannop.

Froðukerfi: Ruberg froðukerfi í dælu. 1%, 3% og 6% stilling. Inntak á froðutank er með Storz 38 kopar tengi. Áfylling á froðutank um lok á þaki eða um kopartengið.

 

Dæluskápur

Brunadæla: Ruberg Euroline EH30  dæla sem afkastar minnst á lágþrýstingi 3.000 l/min við 10 bar og 3ja m. soghæð. Úr bronzi. Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting. Viðvörun við ofhitnun. Sjálfvirk kæling með útrennsli. Loftstýringar á lokum m.a. frá vatnstanki og milli tanks og dælu, aftöppun tanks, á froðubúnaði og slöngukeflum. Allir nauðsynlegir mælar, lágþrýsting, sog og áfyllingarþrýsting. Á skjá sem sýna m.a. snúningshraða dælu og þrýsting. Skrúfaðir lokar á úttökum. Drening á dælukerfi og eins á vatnstanki.Skrúfaðir lokar á úttökum. Drening á dælu og eins á vatnstanki.

Inntök/Úttök: Tvö Storz 75mm úttök og tvö 52mm Storz C52 með kúlulokum í dæluskáp. Inntök á dælu í dæluskáp eitt A110 100mm Storz með loftstýrðum spjaldloka. Eitt 75mm Storz B75 með sjálfvirkri áfyllingu á tank. Úttak á slöngukefli.

Slöngukefli: Eitt. Staðsett í efri hluta  dæluskáps með útdraganlegum ramma með stýrikefli. 32 mm. slöngu 35m. langri með Protek istút. Rafmótor og annað hvort handvirk eða sjálfvirk upprúllun. Hemlar.

Dæluskjár Dæluskjár
Dæluskjár Dæluskjár

 

Stjórnborð dælu: CanBus Skjáir til stýringar dælu, vinnuljósa, ljósamasturs ofl. eru í dæluskáp og eins í ökumannshúsi. Innsetning dælu er í dæluskáp en einnig úr ökumannshúsi. Skjár í ökumannshúsi er af Opus 3 gerð. Viðvörun fyrir vatns og froðutank, ljósamastur eða úðabyssu. Viðvaranir sem sýna hurðir opnar, hleðslutengingu, skápaljós og fl. Grafsysteco  skjárinn í dæluskáp sýnir myndrænt allar upplýsingar sem þörf er á m.a. ástandslýsingar. Flett er milli skjáa á mjög einfaldan hátt, aðgerðarskjár, stöðuskjár, lagnaskjár, ástandsskjár, allt í sama skjánum. Margs konar viðvaranir fyrir m.a. olíuþrýsting, vélarhita, aflúttak, loftbólumyndun ofl. Gangráður og hraðastýring dælu. Vinnuljósarofi og skápaljósarofi. Vatns og froðumagn sýnt á grafískan hátt. Neyðarstopprofi. Loftlokar fyrir vatns og froðutank, fyrir að opna vatn að dælu frá tanki, til að opna og loka fyrir slönguhjól og fyrir aftöppun á tanki. Hægt er að forrita ýmsa aðra möguleika m.a. á stýringar á vinnuljósum, skápaljósum, bláum og gulum ljósum, ofl.

Innrétting yfirbyggingar, pallar og skúffur: Öll gólf í skápum eru gerð úr sléttu ryðfríu stáli en það er mjög auðvelt að halda því hreinu. Veggir skápa eru klæddir með gataplötum til að auðvelda breytingar á innréttingum.. Álprófílar sem eru stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar. Ýmsar innréttingar eins og útdraganlegur veggur fyrir björgunartæki, útdraganlegar skúffur niðurfellanlegar, útdraganlegir pallar, útdraganlegar geymslur fyrir slökkvitæki og kúta. Einnig kassar í festingum. Allar innréttingar sem eru útdraganlegar eru læsanlegar með endurskinsmerkingum.

Ljósamastur: Fireco 4 x 50W 24V LED Nordic Type. Loftdrifið mastur og stjórntæki með snúningsmöguleikum. Viðvörun á skjá í ökumannshúsi og dæluskáp. Rofaborð fyrir uppsetningu og snúning upp og niður eða til hliðanna.

Rafall: Vökvadrifinn 6,5 kW rafall. Tengingar eru í innstungur í skápum og ökumannshúsi.

Upphitun: Tvær Webasto miðstöðvar í rýmum með úttök í alla skápa í yfirbyggingu og ein í ökumannshúsi undir bekk. Miðstöðvum stýrt úr ökumannshúsi og hægt að fylgjast með þeim þar á hitamælum.

Ljós yfirbyggingar: LED ljósarennur í öllum skápum sem kvikna þegar þeir eru opnaðir, með gaumljósum í ökumannshúsi sem loga þegar skápur er opinn. Ljósarennurnar eru í einingum og eru þannig staðsettar að góð lýsing er í hverjum skáp. Hægt að kveikja þessi ljós sérstaklega.

Vinnuljós: Allan hringinn. Gefur gott vinnuljós í minnst 1, 5 m. fjarlægð við slæm veðurskilyrði. Rofi í ökumannshúsi og á stjórnborði dælu. Einnig tengt við bakkgír.

Talstöð/Fjarskipti: Tenging og hátalri í dæluskáp. Lagnir ásamt loftnetum fyrir talstöðvar með 12/24V rafspennu eru til staðar. Dulkóðuð Motorola Tetra MTM5400 talstöð ásamt öðrum talstöðvum fyrri flugumferð.

Útvarp: Scania Útvarp FM/AM ásamt USB tengi.

Forgangsljós og sírena: Öll forgangsljós af LED gerð. Blá LED ljós í grilli að framan á hliðum, aftan  á hliðum og aftast á þaki. Ljósavitar á þaki ökumannshúss með bláum LED ljósum. Eins gult ljós. LED gult ljós aftarlega á þaki. 100W Federal Sírena með míkrafóni. Loftlúður. Bakkviðvörun.

Stigi: 12m. stigi í Baggio rafdrifnum festingum á þaki, þrískiptur. NOR BAS.

Slöngurekkar: Slöngu rekkar í hliðarskápum fyrir 6 stk. 3”, 20m. og 12 stk. 1/2" 20 m. langar slöngur.

Aukahlutir: Með bifreiðinni fylgdu ýmsar festingar fyrir stúta og tengi, fyrir slökkvitæki með yfirfelldum spennum, teygjubönd ofl. Til að auðvelda ísetningu þess búnaðar sem eftir á að setja í bifreiðina.

Merkingar: Stafir með nafni Isavia og merki Isavia  o.s.frv. Sjálflýsandi og endurskin. Battenburg merkingar.

Sprautun - Litur: Stuðari, grill, felgur. Bifreiðin og yfirbygging í Isavia gulum lit

Búnaður: Hleðslutengi fyrir rafgeymahleðslu og loft (Rettbox) með sleppibúnaði á ökumannshúsi.

Ökuljós: Auka ökuljós efst á sólskyggni.

Laus búnaður sem við seldum með bifreiðinni: Tveir BlowHard BH20 reykblásarar (rafhlöðudrifnir), Tvær Cutters Edge 16" hjólsagir, Guardman 3" bláar slöngur, 12 stk, Guardman 1 1/2" rauðar slöngur, B-CBC greinistykki, Tveir Protek 366 stútar, tengi, lyklar ofl. Björgunarskel.

 Myndasafn