Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn 2006

27. desember 2005.

Fyrir örfáum mínútum var skrifað formlega undir samning um kaup á slökkvibifreið sem staðsett verður á flugvellinum á Egilsstöðum en bifreiðin er í eigu Flugmálastjórnar og Brunavarna á Héraði og kemur í stað slökkvibifreiðar sem við seldum þessum aðilum árið 1997 á flugvöllinn.

Frekari upplýsingar um bifreiðina munu birtast á nýju ári á heimasíðu okkar en hér er undirvagn af Scania gerð 6x6 sjálfskipt með áhafnarhúsi fyrir allt að sex menn. Dæla er af gerðinni Ruberg R40/2.5 og úðabyssur af gerðinni Akron Brass. Bifreiðin verður smíðuð í Póllandi af ISS-Wawrzaszek eins og allar þær nýjar slökkvibifreiðar sem seldar hafa verið til landsins í ár.


Til hamingju Flugmálastjórn og Brunavarnir á Héraði

 

Hér eru samankomnir aðilar samingsins í húsnæði Ríkiskaupa. Frá vinstri er Magnús Geir Sigurgeirsson frá Rískiskaupum, Jón Baldvin Pálsson frá Flugmálastjórn, Benedikt Einar Gunnarsson frá Ólafi Gíslasyni & Co hf., Sævar Sigbjarnarson formaður stjórnar Brunavarna á Héraði og Bragi Pálmason frá Flugmálastjórn. Myndina tók Benjamín Vilhelmsson frá Ólafi Gíslasyni & Co hf.
 
Sjá aðrar fréttir um bifreiðina
Opnun útboðs 18. nóv 2005
Tilkynning frá Ríkiskaupum 9. des. 2005
Sjá teikningu 16. ág. 2006
Myndir 31.okt. 2006
Teikningar 6. nóv. 2006
Frétt frá 11. des 2006
Myndir frá 10. jan 2007