NOVVEN Þvotta og þurrkskápur

 

NOVVEN Þvotta og þurrkskápur

Novven skápar fyrir hlífðarfatnað

 

Þurrkunar-, sótthreinsunar-og afmengunarlausn fyrir fatnað slökkviliðsmanna.

Virkni
Tæknin byggir á samspili ósons, hitastigs og meðferðartíma.
Hægt að nota í hvaða rými sem er.
Hámarksárangur með sérhönnuðu loftflæðiserfi.
Óson (O₃) er öflugt oxunarefni.
Í gegnum meðferðarlotuna eyðir það myglu, bakteríum, veirum og öðrum mengunarefnum.

Novven skápar

Kerfið dregur inn loft sem er breytt í óson með útfjólubláum lampa. Ósonið - ásamt skaðlegum efnum sem eru í persónuhlífum - er síað í gegnum virkta kolefnissíu. Öryggisbúnaðurinn kemst ekki í snertingu við útfjólubláa geislun meðan á ferlinu stendur og heldur því 100% af verndandi eiginleikum sínum.

Þurrklausn Novven® sótthreinsar hlífðarbúnaðinn þinn á 45 mínútum. Settu öryggisföt, skó, hanska og annan búnað inn í skápinn og 99,9% af öllum bakteríum, vírusum og sveppum verða fjarlægð á innan við klukkustund.

Hraðþurrkun á blautum fötum á 45 mínútum. Lyktareyðing- og hreinsunaraðgerðir. Einfalt, tveir þurrkunarstyrkleikar: ECO OG BOOST.

AR120 HAP
Skápurinn sem er 120 sm. breiður er hannaður og þróaður fyrir 4 heila búninga. Með fylgja 8 herðatré, 8 skóhöldarar og 4 hanskahaldarar.
Í AR120 HAP er grind til að þurrka reykköfunarmaska og sótthreinsa hjálma.

Vörunúmer 330931

Novven skápar

HAGKVÆMT OG SJÁLFBÆRT
Lengri endingartími hlífðarbúnaðar (styttri útfjólublá geislun)
• Lágmarkar viðhaldskostnað búnaðar
• Stutt sótthreinsunarferli eykur aðgengi að hlífðarbúnaði
Hraðari uppsogsferli með því að nýta hitastig, óson og loftræstingu

Prófanir
PAH-afmengunarprófanir framkvæmdar af IFTH (Franska stofnunin fyrir vefnaðarvöru og fatnað)
Bakteríuprófanir framkvæmdar af Rannsóknarstofa um umhverfi og matvæli í Vendée
Veiruprófanir framkvæmdar af VirHealth rannsóknarstofunni.