Búnaður fyrir kjarr og skógarelda


Þessi síða er í vinnslu þar sem við eigum eftir að setja inn á hana nýjan búnað frá Rauða hananum 2015.

Við erum með  ýmsan búnað á nokkuð góðu verði til að fást við kjarr og skógarelda.

Í stuttu máli er hér um að ræða flotsigti, flotdælur,  léttar brunadælur, sinuklöppur, ýðara, stungustúta, slökkvibúnað til að bera á baki, öfluga blásara (vindbyssu - nýjung) ofl. ofl.

Sú auking sem orðið hefur í skógrækt þ.e. nytjaskógarrækt hérlendis kallar á aukinn búnað slökkviliða og vildum við því auka úrval okkar með búnaði sem þessum . Við erum sem áður með ýmsan annan búnað í kjarr og skógarelda en hluta hans má sjá neðst á síðunni.
 

Vindbyssa 6MF-30.
Vnr. 374345

Þessi búnaður er nýjung hérlendis að við teljum.  Búnaður til að blása á eld :)

Vélarstærð er 6 hestöfl og handstart. Þyngdin er 9,5 kg, Stærð 1040 x 310 x 410mm. Afköst er vindur eða blástur á hraða 30m/sek í 2,5 m. fjarlægð.


ÝMIS ANNAR BÚNAÐUR Í SKÓG OG KJARRELDA.