Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 2019

 

Myndasafn


Slökkvibifreiðarnar fjórar eru byggðar og útbúnar af slökkvibifreiðaframleiðandanum Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi.

Wiss Slökkvibifreiðar

Gerð undirvagns : Scania P500 4x4 CP31  500 hestöfl Vélin uppfyllir gildandi mengunarstaðla EURO 6 vökvaskiptur gírkassi. Sítengt fjórhjóladrif með háu og lágu drifi og tilheyrandi læsingarbúnaði. Loftfjaðrir að  aftan. Hámarkshraði 130 km/klst. Eldsneytistankur 200 l. Good Year hjólbarðar S+M á álfelgum og með fylgdi annað sett af Good Year S+M hjólbörðum neglanlegum á álfelgum. Höfuðrofi og Wiss tengibúnaður þar sem bæði rafmagn og lofttengi er tengt með sleppibúnaði. Sýnir með díóðuljósum hleðslu. Með fylgir tengill fyrir húsarafmagnið og loft.

 Wiss Slökkvibifreiðar

 

Ökumannshús: Tvöfalt CP31 þ.e. lengri gerð, fjórar hurðir. Hús frá framleiðanda undirvagns. Hefðbundnar  Scania innréttingar. Sérsmíðaður skápur með borði og hillum og möppugeymslu á milli fram og afturhluta. Í eða á skáp eru innstungur fyrir húsarafmagn, rafmagn frá vökvadrifnum rafal og inverter. Öllum miðstöðvum stýrt úr ökumannshúsi. Handföng á ýmsum stöðum fyrir farþega í fram og afturhluta. Sjálfvirk opnun á þrepum fyrir afturhurðir. Lýsing fyrir fram og afturhluta sem truflar ekki ökumann í akstri. Allir í öryggisbeltum.

Hjólabil: 4.500 mm.

Útblástur: Upp á milli ökumannshúss og yfirbyggingar.

Dráttur: Dráttarkrókar eða pinnar að framan og aftan til að draga bifreiðina. Að auki kúla og tenglar 12/24V.

Reykköfunarsæti:  Sæti fyrir þrjá í Boström reykköfunarstólum fyrir Interspiro tveggja kúta reykköfunartæki í afturhluta. Einnig er sérstakur viðurkenndur reykköfunarstóll fyrir farþega í framsæti ásamt festingu fyrir eitt reykköfunartæki ætlað ökumanni fyrir aftan ökumannsstól í innréttingu. Aftur bekkur er þrískiptur með lýsingu í geymslu undir bekk. Innrétting að öðru leyti stöðluð. Scania (Webasta)  miðstöð undir aftursætisbekk.

Yfirbygging: Yfirbygginging er öll úr trefjaplasti (burðarbitar líka) með eins mikið pláss fyrir búnað en vatnstankur er 3000 l. sem gaf möguleika á gegnumgangandi opi fyrir útdraganlegan vegg. Þrír skápar á hvorri hlið. Rennihurðir úr áli fyrir skápum ásamt læsanlegri lokunarslá. Á hlið og þaki eru hlerar til að komast að vatnstanki og froðutanki. Á bakhlið er ekki stigi en á þaki en Baggio rennibúnaður fyrir nokkra BAS stiga einn 12 m, og svo lausa stiga. Í þriðja Baggio rennibúnaðum er svo kassi fyrir ýmis áhöld. Fremri skápar, miðskápar og öftustu hliðarskápar eru 55 sm á dýpt. Yfirbyggingin er samkvæmt staðli. Ruberg dælan er í aftasta skáp neðarlega en í skápum nr. 3 og 5 er annars vegar Coldcut Cobra slökkvikerfi og í skáp nr. er One Seven froðuslökkvikerfi. Í öðrum skápum eru hefðbundnar innréttingar hillur, kassar, útgraganlegir veggir og niðurfellanlegar hillur. Festingum fyrir allan lausan búnað var komið fyrir. Að aftan er sérstök SAPA állituð árekstrarvörn. Bakkmyndavél er á bílnum og eins eru myndavélar til hliðanna. Akstursmyndavél sem horfir fram og fer sjálfvirkt í gang í akstri er í bílnum og minni hennar nægjanlegt til að vista í 240 mín án þess að skrifað sé yfir eldri gögn. Auðvelt að færa gögn úr henni yfir á tölvu. Á bakhlið er viðvörunarljósarenna.

Vatnstankur: 3.000 l. úr trefjaplasti. Mannop, yfirfall og skilrúm. Á tanknum er lögn að dælu 125 mm með spjaldloka. Einnig er 75 mm lögn í vatnstank frá brunahana. Storz DIN tengi. Á báðum hliðum bíls eru díóðuljós með hæðarstöðu á vatnstanki. Ljósin eru staðsett á hliðarvændnum milli ökumannshúss og yfirbyggingar. Að auki er kúluljós/viðvörunarhljóð á bakhlið sem gefur viðvörun ef Wisskapall er tengdur, vatns eða froðutankar tómir eða ef dæla hefur yfirhitnað.

Froðutankar: Eru tveir úr trefjaplasti hvor um sig 100 l. fyrir blaut og þurrfroðu af One Seven gerð.4.000 l. Mannop, yfirfall og skilrúm. Á tönkunum eru lagnir að One Seven slökkvikerfinu. Áfilling er um tvær lagnir að hvorum tank fyrir sig og á þeim lögnum eru áfyllingardælur. Á báðum hliðum bíls eru ljós með hæðarstöðu á froðutönkum, ljósin eru fjögur mismunandi litir eftir magni í hvorum tank. Að auki er kúluljós/viðvörunarhljóð á bakhlið sem gefur viðvörun ef Wiss kapall er tengdur, vatns eða froðutankar tómir eða ef dæla hefur yfirhitnað.

Froðukerfi: Froðukerfi One Seven OS-C2-5200-020B ásamt loftpressu og olíukæli. Hámarksafköst 5.200 l/mín við 8 bar. Íblöndun á tvö úttök, slöngukefli og 2.000 l/mín. úðabyssu á þaki. Á einni bifreiðinni er einnig úttak fyrir 1.500 l/mín úðabyssu á stuðara. Inntök á froðutanka eru með Storz 38 kopar tengjum. Áfylling á froðutanka er með áfyllingardælum á sitthvorri lögninni og eins um um tvö inntök á þaki. One Seven búnaðurinn er í skáp nr. 4 ásamt loftstýrðu slöngukefli. Í skáp nr. 7 er loftdælan fyrir kerfið. Sérstakt stjórnborð er fyrir One Seven kerfið en það er í dæluskáp. Úttökin tvö fyrir One Seven eru með kúluloka í skáp nr. 5. One Seven kerfið vinnur þannig. Á tveimur B75 úttökum, eða á einu B75 úttaki og slönguhjóli, eða á einu B75 úttaki og úðabyssu eða á úðabyssu og slönguhjóli.

ColdCut Cobrakerfi: Háþrýstislökkvikerfi af gerðinni Coldcut Cobra C360 HLS Kit. Kerfið skilar 58 l/mín við 250 til 300 bar. Slönguhjól 1/2" 1/2"  slanga 100 m. löng. Lensa með tveimur hausum. Þráðlaus stýring á skömmtun á málmsallanum. Tankur fyrir málmsalla 10 l. sem endist í 4 mín. Skurðarhraði í gegnum 3mm stál um 5 til 10 sek. og í gengum 10 mm stál um 30 til 40 sek. Skoltankur og froðutankur ásamt froðublandara. Í þessu kerfi er líka sérstakur MPN froðustútur sem skilar um 58 l/mín. við 80 bar við dælu. Við stút 3 til 22 bar. eftir úðamynstri. Frostvörn með frostlegi úr sérstökum tank.

Brunadæla: Ruberg Euroline EH40  dæla sem afkastar minnst á lágþrýstingi 4.000 l/min við 10 bar og 3ja m. soghæð. Á háþrýstingi 400 l/mín við 40 bar. Tveggja þrepa úr bronzi. Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting. Viðvörun við ofhitnun tveggja þrepa, fyrst með útrennsli (sjálfvirk kæling) en síðan drepur dælan á sér. Loftstýringar á lokum m.a. frá vatnstanki og til dælu, á aftöppun tanks og dælu. Loftstýrðir lokar á flestum lögnum m.a. að slöngukefli sem er með 80 m. slöngu og Protek háþrýstistút. Sérstök loftlögn til að blása vatni úr háþrýstislöngu. Skrúfaðir lokar á úttökum en kúlulokar á One Seven úttökum. Dreining á dælukerfi og eins á vatnstanki.

Inntök/Úttök: Þrjú 75mm úttök til hliðarskáps nr. 3 og eitt Storz B75 í skáp nr. 5 með skrúfuðum Storz B75 lokum tvívirkum (AWG) í dæluskáp Tvö 52mm B75 úttök í hliðarskáp nr. 5 með kúlulokum bæði fyrir vatn frá dælu og One Seven kerfi. Inntak inn á vatnstank í dæluskáp 75mm með Storz B75 tengi og loftloka. Sú lögn er með sjálfvirkum áfyllingarbúnaði. Inntök á dælu í dæluskáp tvö 125mm Storz með loftstýrðum spjaldlokum. Eitt 75mm Storz B75 með loftstýrðum loka inn á dælu. Loftstýrt úttak á háþrýstislöngukefli. Loftstýrður loki á 125mm pípulögn frá tanki til dælu.

Háþrýstislöngukefli: Eitt. Staðsett í efri hluta  dæluskáps með ramma með stýrikefli. 19 mm. slöngu 80m. langri með Protek háþrýstistút. Rafmótor og annað hvort handvirk eða sjálfvirk upprúllun. Hemlar. Loft til að hreinsa vatn úr slöngu.

Stjórnborð dælu: Grafyteco CanBus skjár til stýringar dælu, skápa og vinnuljósa, blárra ljósa, ljósamasturs, myndavélamasturs, rafals ofl. eru í dæluskáp og eins eru tveir Opus stjórnskjáir í ökumannshúsi. Innsetning dælu er í dæluskáp en einnig úr ökumannshúsi. Skjáir í ökumannshúsi eru af Opus 3 gerð. Viðvaranir fyrir vél olíuþrýsting, vélarhita, aflúttak, loftbólumyndun, vatns og froðutanka, ljósamastur, úðabyssur, stiga á þaki, myndavélamastur, kassa á þaki, hurðir, vængi, hleðslutengi  ofl.  Grafyteco  skjárinn í dæluskáp sýnir myndrænt allar upplýsingar sem þörf er á m.a. ástandslýsingar. Flett er milli skjáa á mjög einfaldan hátt, aðgerðarskjár, stöðuskjár, lagnaskjár, ástandsskjár, allt í sama skjánum.  Gangráður og hraðastýring dælu. Eldsneytis, vatns og froðumagn sýnt á grafískan hátt. Neyðarstopprofi. Loftlokar fyrir vatns og froðutanka, fyrir tankáfyllingu, fyrir að opna vatn að dælu frá tanki, til að opna og loka fyrir slönguhjól og fyrir aftöppun á tanki og dælu. Hægt er að forrita ýmsa aðra möguleika m.a. á stýringar á vinnuljósum, skápaljósum, bláum og gulum ljósum, ofl.

Vatns og froðu kaststútur: 65 mm. lögn upp á þak með tilheyrandi festingum fyrir Akron Brass Firefox úðabyssu sem afkastað getur allt að 2.000 l/mín. Ljóskastarar. Byssunni er fjarstýrt með þráðlausri stýringu. Á einni bifreiðinni er samskonar úðabyssa en með afköst upp á 1.500 l/mín og er stýrt með stýripinna í ökumannshúsi.

Innrétting yfirbyggingar, pallar og skúffur: Öll gólf í skápum eru gerð úr sléttu ryðfríu stáli en það er mjög auðvelt að halda því hreinu. Veggir skápa eru klæddir með gataplötum til að auðvelda breytingar á innréttingum.. Álprófílar sem eru stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar. Ýmsar innréttingar eins og útdraganlegur veggur fyrir björgunartæki, útdraganlegar skúffur niðurfellanlegar, útdraganlegir pallar, Einnig kassarog töskur í festingum. Allar innréttingar sem eru útdraganlegar eru læsanlegar og með endurskinsmerkingum.

Ljósamastur: Fireco 4 x 50W 24V LED Nordic Type. Loftdrifið mastur og stjórntæki með snúningsmöguleikum. Viðvörun á skjá í ökumannshúsi og dæluskáp. Rofaborð fyrir uppsetningu og snúning upp og niður eða til hliðanna. Viðvörunarljós á toppi.

Myndavélamastur:  Loftdrifið mastur fyrri myndavél sem sendir frá sér til stjórnstöðvar. Viðvörun á skjá í ökumannshúsi og dæluskáp. Rofaborð fyrir uppsetningu og snúning upp og niður eða til hliðanna.

Rafall: Dynaset rafall af gerðinni HGV 15kVA 400V 107LS

Upphitun: Tvær Webasto miðstöðvar í rýmum með úttök í alla skápa í yfirbyggingu og ein í ökumannshúsi undir bekk. Miðstöðvum stýrt úr ökumannshúsi og hægt að fylgjast með þeim þar á hitamælum.

Ljós yfirbyggingar: LED ljósarennur í öllum skápum sem kvikna þegar þeir eru opnaðir, með gaumljósum í ökumannshúsi sem loga þegar skápur er opinn. Ljósarennurnar eru í einingum og eru þannig staðsettar að góð lýsing er í hverjum skáp. Hægt að kveikja þessi ljós sérstaklega.

Vinnuljós: Allan hringinn. Gefur gott vinnuljós í minnst 1, 5 m. fjarlægð við slæm veðurskilyrði. Rofi í ökumannshúsi og á stjórnborði dælu. Einnig tengt við bakkgír.

Talstöð/Fjarskipti: Dulkóðuð Motorola Tetra MTM5400 talstöð. Lagnir ásamt loftnetum fyrir talstöðvar með 12/24V rafspennu eru til staðar.

Útvarp: Scania Útvarp FM/AM ásamt USB tengi.

Forgangsljós og sírena: Öll forgangsljós af Whelen gerð. Blá LED ljós í grilli (6) að framan, á hliðum (6), á hliðarvængjum að framan/hlið og á bakhlið (6). Whelen 81" ljósabar á þaki ökumannshúss með bláum LED ljósum.  2x100W Whelen Sírena með míkrafóni. Loftlúður. Bakkviðvörun.

Stigar: NOR BAS 12m. stigi í Baggio rafdrifnum rennu-festingum á þaki, þrískiptur. Einnig NOR BAS stigasett í miðju í Baggio rennu og kassi á Baggio rennu lengst til hægri. 

Slöngurekkar: Slöngurekkar í hliðarskáp nr. 2 fyrir 4", fyrir 3”, 20m og 42mm 20 m langar slöngur.

Aukahlutir: Með bifreiðinni fylgdu ýmsar festingar fyrir stúta og tengi, fyrir slökkvitæki með yfirfelldum spennum, teygjubönd ofl. Til að auðvelda ísetningu aukabúnaðar.

Merkingar: Stafir með nafni slökkviliðs og merki slökkviliðs neyðarnúmer o.s.frv. Sjálflýsandi og endurskin. Battenburg merkingar.

Sprautun - Litur: Stuðari, grill, felgur. Bifreiðin og yfirbygging í RAL 3000

Búnaður: Hleðslutengi fyrir rafgeymahleðslu og loft (Wissbox) með sleppibúnaði á ökumannshúsi.

Ökuljós: Auka ökuljós efst á sólskyggni, ásamt ljósarennu á kastarastöng.

Rafmagnsspil: Warn 15HYD 6,8T6.8 tonna vökva drifið spil með stálvír ásamt trissu og krók í hlífðarkassa. Fjarstýring.

Ljósaviðvörunarskilti: Ljósaviðvörunar og leiðbeiningarskilti á bakhlið fyrir ofan dæluskáp.

Laus búnaður: Stórum hluta af lausum búnaði var komið fyrir í einni bifreið og svo voru smíðaðar festingar út frá þeirri staðsetningu. Mikið af lausa búnaðnum í bifreiðunum er frá okkur og má þar helst nefna: Holmatro rafhlöðudrifnar klippur GCU5050i EVO3, glennur GSP5250 EVO3 og telescopic tjakka GTR5350 EVO3, Holmatro HRS22NCT sílsaklossar,  Holmatro lyftipúða HLB 6 og HLB21 og ACS12 stjórntæki, Holmatro V-Strut stoðir, Holmatro kubba og tröppukubba, Holmatro SEP5 hlífar, Holmatro keðjur og krókar, Holmatro vinnudúk, Holmatro Loftpúðavörn, Guardman og Getex brunaslöngur, Protek úðastúta, Supon greinistykki og safnstykki, Storz tengi af öllum gerður, BSP og NST, Storz minnkanir, Storz lyklar, brunahanalykla, Huskey töskur, Mast brunndælur, BlowHard BH20 reykblásarar, Silkstopper upphreinsibúnað, BERM 300 l. samanbrotið seglker ofl.

 

Myndasafn