Slökkvilið Langanesbyggðar 2025

 

Myndasafn

Slökkvilið Langanesbyggðar

 

MERCEDES BENZ SPRINTER 519 4X4 með ályfirbyggingu og 1000 l. vatnstanki

Tæknilegar upplýsingar:
MERCEDES-BENZ 519, sjálfskiptur 9 gírar Tronic, 4X4 4 Matic, sumardekk. Leyfileg hámarksþyngd: 5500kg., Vél 2,0 Dísel Euro 6 190 hö og tog 450Nm. Öryggiskerfi ABS, ESP, EBC, EBD, TCS, HBA. Lengd 6,65m; Breidd 2,6m; Hæð 2,1m.

Slökkvilið Langanesbyggðar

Mannskapshús:
Venjulegt Mercedes-Benz fjögurra dyra hús og farþegar 2 + 4. Sæti klædd vistvænu leðri. Rafdrifnar rúður í framrými. Sjálfvirk loftkæling Thermotronic. Miðstöð til upphitunar húss og vélar. Fjölnotastýri. Bíltölva. Útvarp með SD, USB rauf og Bluetooth. Leslampi. Samlæsingarkerfi. Handfangsstöng á milli sæta fram og aftur í.

 

Slökkvilið Langanesbyggðar

 

LED ljós að framan. Halogen þokuljós með beygjuljósum. Rafmagnsfellanlegir og stillanlegir speglar með bláum blikkljósum. Á þaki LED blikkljósabar og LED kastari fyrir framan. Sett af LED blikkljósum í grillinu og á hliðum yfirbyggingar. Sett af LED stefnuljósum á frambrettum. Sett af HALO BLITZ ljósum á afturhlið (stöðuljós + flass). Tvö LED Blá blikkljós er á afturhlið. Á bakhlið LED leiðbeiningarljósarenna. Sírena 150W með mismunandi tónum. 150W Hátalari. Endurskinsmerki á öllum hliðum ökutækis. Merking með auðkenningareiningum.

Slökkvilið Langanesbyggðar

Yfirbygging:
Ályfirbygging með álrömmum sem eru soðnir saman með millirömmum. Hliðarplötur og þak úr áli. Innri klæðning er eingöngu úr áli. 5 skápar í efri hluta yfirbyggingar. 4 skápar í neðri hluta yfirbyggingar. Hlera fyrir neðri skápa má nota sem ástigspalla sem auðvelda aðgang að efri hluta yfirbyggingar. Hæðarstillanlegar hillur fyrir búnað. LED Ljós inni í öllum skápum. Þak yfirbyggingar er um leið vinnupallur með hálkuvörn og LED vinnulýsingu. LED Vinnuljós á hliðum ökutækisins, mannskapshúsi og yfirbyggingu alls 7 stk. Ryk- og vindþéttar rennihurðir úr dökkgrálituðu áli með hurðaslám, upprennifjöðrum og læsanlegar. Dökkgrálitaður þakstigi og þrepin með hálkuvörn. Dökkgrálitað þakhandrið að aftan.

Slökkvilið Langanesbyggðar

Dælubúnaður:
Firecafs F-220 en þessi gerð er gerð fyrir minni bíla. Sjálfstæð með bensínvél B&S Vanguard og loftþjöppu. Eldsneytistankur 9 +22 l. Þjappan gefur 780 l/mín við 8 bör. Hámarksþrýstingur 2ja þrepa miðflóttaaflsvatnsdælu 10bar (Ál og bronz). Froðublandari með stiglausri stilling 0,3 til 2,5%. Afkastageta með froðublöndu 1600 l/mín við 8bar. Blöndunarhlutfall 0,3 til 2,5% hlutfallsdæla. Ef eingöngu dælt vatni er afkastagetan 220 l/mín við 8bar. Handvirkt sog. Stýribúnaður er með öllum aðgerðum. Inntak og úttak 1,5“ og inntak á tank 2". Þyngd 260 kg. Stærð L 1200 x B600 x H1100mm.

F-220 CAFS froðukerfi

Vatns- og froðukerfi:
Vatnstankur 1000 lítra úr tæringarþolnum efnum með vatnshæðarmæli. Froðutankur 100 lítra úr tæringarþolnum efnum með froðumagnmæli. Miðstöð í yfirbyggingu (staðsett í dælurými)

Slökkvilið Langanesbyggðar

Búnaður:
Rafdrifið spil með toggetu upp á tæp 6 tonn (5897 kg), stjórnað með snúrutengdri fjarstýringu og þráðlausri viðbótarfjarstýringu í kassa framan á ökutækinu. Hlífðargrind dökkgrálituð, með langdrægum LED ljóskösturum og stöðuljósum. Loftdrifið ljósamastur með stýribúnaði í skáp í yfirbyggingu. LED flóðljós 2 x 180W. Tenging fyrir húsarafmagn 230V/50Hz til hleðslu á geymum. Sjálfvirkur vaktari 12V DC hleðslutæki.

 

Laus búnaður:

Holmatro PCT60 Combi Tool, Holmatro On-Tool Ch C POTC1, Holmatro V Strut stoðir, Holmatro HLB 6 - 11 og 21 lyftipúðar ásamt ACS12 stjórnbúnaði, Intspiro reyköfunartæki QSII með aukaúttaki ásamt Spirocom og S-möskum. Interspiro léttkútar NLL 6.8 l.