BlowHard Fans reykblásarar

BLOWHARD FANS Reykblásarar/Yfirþrýstingsblásarar

BlowHard Fan reykblásarar/yfirþrýstingsblásarar. Hér er algjör nýjung á ferðinni en þeir eru drifnir áfram af litíum rafhlöðu. Aðeins er núna um eina gerð af blásara að ræða BH-20 en hann kemur með rafhlöðu og innbyggðu hleðslutæki. Til að hlaða rafhlöðuna er henni stungið í samband við húsarafmagn eða rafstöð. Hleðsla 80% rafhlöðu tekur 1 klst. en full 100% hleðsla um 2,5 klst.

Skiptir sjálfvirkt milli rafhlöðu og rafmagns. rafmótorinn er kolalaus og er sérstaklega smíðaður fyrir BlowHard. Orkunotkun 7 Amp en 3,5 Amp við hleðslu. Hleðslan endist í 30 mínútur á fullum afköstum, 60 mínútur á meðalhraða og lágmarkshraða 180 mínútur. Fljótar er verið að koma blásara fyrir í reyklosun. Blásarinn er lítill um sig og tekur minna pláss en venjulegir blásarar. Tveir blásarar taka svipað pláss og einn af hefðbundinni gerð eða öðrum gerðum rafhlöðublásara. Ávinningurinn er að hleðslutækið og rafhlöðurnar eru í blásaranum sjálfum. Lithíum rafhlöður en ekki NI-MH rafhlöður. Hleðsluhringur 2000 skipti.

Vörunúmer: 374470
Stærð blásara: 61 x 61 x 26 sm.
Rafhlaða: LiFePO4 30 til 180 mín.
Afköst 17.340 m/klst (10.200CFM) Snúningur 0 til 3, 900 spm. (25.500 m3/klst 15.000 CFM)
Þyngd: 21 kg. og 26 kg. með rafhlöðu
Orka 7 Amp í notkun 3.5 Amp í hleðslu. 2000 hleðsluskipti
IP staðall: IP66 ryk og vatnsvörn.

Þessir blásarar eru léttir, fyrirferðalitlir og styttri tími við að koma þem fyrir og ræsa. Hér má sjá myndband af virkni blásaranna.

 

BlowHardFans samlíkin með öðrum gerðum

Hlekkur á heimasíðu

Þessi gerð hefur verið framleidd í um 6 ár og er í notkun í 25 löndum í öllum heimsálfum.

Bæklingur
Prófunarupplýsingar

BlowHardFan í flutningi BlowHardFan í notkun
 BlowHardFan blásari  BlowHardFan blásari