Isavia Minni innanlandsflugvellir 2025

 

Myndasafn

Isavia Flugvallaslökkvibifreiðar

 

Slökkvibifreiðarnar eru fjórar byggðar fyrir Isavia og á flugvellina á Höfn Hornafirði, Bíldudal, Gjögur og Grímsey.

Isavia flugvallaslökkvibílar 2025

Bifreiðarnar eru byggðar á Ford F550 V8 6,7 l. Power stroke 4x4 undirvagna með 450 hestafla dísilvélum með forþjöppu. 10 gíra sjálfskipting. Upptaka í 65km. hraða 12 sek. Í tveggja dyra ökumannshúsi er sæti fyrir ökumann og einn áhafnarmeðlim. Ökumannshúsið er lokuð eining og er með stórum hurðum á hvorri hlið, með rafknúnum gluggum. Innri klæðningin er úr vönduðu efni. loftljós kviknar sjálfkrafa þegar hurðirnar eru opnaðar. Gólf ökumannshússins er þakið gúmmímottu. Í ökumannshúsi eru stjórntæki fyrir úðabyssu ásamt Opus stjórnskjá fyrir annan búnað í bifreiðunum.

Isavia flugvallaslökkvibifreið

Öll efni í yfirbyggingu eru mjög vönduð. Mjög mikil áhersla er lögð á val á mismunandi efnum og ryðvarnameðferð. Yfirbyggingin er úr álprófílum sem eru klæddir ál- eða GFK-plötum. Allt ökutækið er meðhöndlað og málað til að auka ryðþol. Á undirvagn er sprautað ryðvarnarefni. Skápar eru alls fimm. Tveir hvoru megin og einn að aftan. Öllum skápum er lokað með rennihurðum úr seltuvörðu áli, þannig samsettum til að tryggja að þær festist ekki og séu hljóðlátar við lokun eða opnun. Á þeim eru þéttingar sem tryggja einnig vatnsþéttleika. Hver skápur er upplýstur með ljósi sem kviknar sjálfkrafa þegar rennihurðin er opnuð og slökknar þegar henni er lokað. Stigi að aftan veitir aðgang að þaki yfirbyggingarinnar. Þakið er klætt með hálkuvörn. Á þaki eru tveir 4 ½“ gúmmístyrktir sogbarkar í festingum ásamt 4“ sogsigti með loka. Einnig er Krause stigi/tröppur sundurdraganlegur 3 x 9 þrep. Á þakbrún að aftan er kefli til að auðvelda að taka stiga niður eða setja upp. Útdraganlegur veggur er fyrir reykköfunartæki og eins sérstök hólf fyrir aukakúta. Hillur og geymslukassar fyrir minni verkfæri og annan nauðsynlegan búnað.

Isavia vatnstankur

Vatnstankur rúmar 2400 lítra og er úr GRP (glerþráðarstyrktu pólýester) til að koma í veg fyrir tæringu við notkun óhreins vatns eða sjó. Í tanknum eru nauðsynleg skilrúm til að draga úr hreyfingum vatns. Veggir tanksins eru með sérstakri og viðeigandi verndarhúð. Áfylling um 2 ½“ inntak á hægri hlið. Áfyllingu er handvirk en einnig sjálfvirk. Eins er hægt að fylla tank í gegnum dælu.

Froðutankurinn er innbyggður í vatnstankinn, hefur 320 lítra rúmmál og er að öllu leyti úr glerþráðastyrktum pólýester; plastefni samkvæmt ISO R75 A HDT 96°C, ISO-NPG og AFFF-þolið.

Isavia flugvallaslökkvibílar 2025

Slökkvidælan er af Ruberg E15 gerð og eins þrepa slökkvidæla og hlutar eins og hús, hjól og dreifari eru úr bronzi. Afköst 1900 l/mín við 10 bör frá 3 m dýpi og 2200 l/mín frá vatnstanki. Slökkvidælan er virkjuð með því að nota annað hvort aflúttaks-rofa inni í ökumannshúsi eða dæluskáp. Dælunni er stýrt með ER stjórnskjá í dæluskáp en Opus skjá í ökumannshúsi. 

Í báðum stjórnskjám er ýmsu öðru stjórnað og eins eru þar öll viðvörunarljós. Dæluásinn er úr sýruþolnu ryðfríu stáli og aðeins er ein ásþétting. Dælan er með gírkassa með nokkrum mismunandi gírhlutföllum til að passa við besta hraða vélarinnar og aflúttaksins norðurslóða. Sogkerfið, sem er fullkomlega samþætt í gírkassann og samanstendur af tveimur sjálfvirkum þinddælum. Fjögur úttök eru frá dælunni tvö 2 ½“ með skrúfuðum lokum og eitt úttak 1“ að slönguhjóli. Eitt 3“ úttak að úðabyssu á stuðara. Inntak á dælu er 4“ og frá vatnstank 4“. Frostvarnarkerfi, skolkerfi og vatnstæming. Yfirhitavörn í tveimur þrepum fyrst 35°C og svo 55°C. Kæling í gegnum tank en síðan út. Dælan slekkur sjálf á sér ef stefnir í yfirhitun.

Isavia flugvallaslökkvibílar 2025

Froðublöndunarkerfi af Wiss gerð er lágþrýstings froðudælukerfi (svokallað umhverfis dæluna gerð) og hægt að stilla froðuþykkni upp á 1%, 3% eða 6% með nákvæmni upp á +-0,5. Dælubúnaðurinn er úr ryðfríu stáli. Hægt er að fá fyrirfram ákveðið froðuþykkni upp á 1%, 3% eða 6% yfir mismunandi vatnsflæðisbil í gegnum dælu. Hámarks leyfilegur neikvæður þrýstingur við sog er 0,9 bör. Inntak og úttak er í vinstri aftari hliðarskáp.

Isavia slökkvibifreiðar 2025

Total 135 kg. Duftslökkvikerfi í fremri hliðarskáp vinstra megin með 20 m. slöngu og úðabyssu. Að auki eru tvö slökkvitæki eitt 9 kg. dufttæki og eitt 9 l. léttvatnstæki.

Isavia slökkvibifreiðar 2025

Eitt Wiss slönguhjól með 32mm. háþrýsti gúmmíslöngu, 45 m langri, og úðastút í aftari vinstri hliðarskáp. Slangan er gúmmíhúðuð að innan og utan og prófunarþrýstingur er um það bil 105 bör. Slangan er vafin upp á slönguhjólið. Hjólið er búið núningsbremsu til að halda hjólinu á sínum stað í notkun. Hjólið er hannað þannig að einn notandi getur dregið út slönguna úr hvaða stöðu sem er innan 170 gráðu geira. Viðeigandi leiðarrammi með rúllukefli og kúlulegum stýrir slöngunni. Innrúllun er framkvæmd með rafmótor. Ef rafmagnsbilun kemur upp er hægt að rúlla inn slöngunni handvirkt. Á slöngunni er stillanlegur Protek úðastútur sem er hannaður fyrir vatns og vatns/froðublöndu og með hámarksafköst upp á um það bil 150 l/mín. Með fylgir froðutrekt.

Isavia flugvallaslökkvibílar 2025

Protek Vatns- og froðuúðabyssa (933E) er á framstuðara og stjórnað innan úr farþegarýminu. Skilvirkt vattnsrennsli getur verið allt að 2900 l/mín með þægilegum og einföldum stjórntækjum. CAN stjórnkerfi með auðveldri „plug and play“ uppsetningu. Rafmagnsstillanlegur úðastútur af Protek (817E)

Verkfæraveggur

Rafkerfið er 24 V með tveimur 12 volta raðtengdum rafgeymum. Rafgeymum er fyrirkomið á aðgengilegum stað og hægt er að hlaða frá utanaðkomandi 230/50Hz volta aflgjafa í gegnum tengil og innstungu á framhluta yfirbyggingar. Viðvörunarljós er til staðar til að sýna þegar ökutækið er tengt við utanaðkomandi rafmagn. Allar rafrásir eru með sérstök öryggi og merkt á viðeigandi hátt og flokkaðar í sameiginlegan öryggjakassa sem staðsettur er í einum hliðarskápanna. Laus Fogo 3500W rafstöð.

Isavia Flugvallaslökkvibifreiðar 2025

Lýsing og rafbúnaður. Framljós með háljós og lágljós. Afturljósahópur með stefnuljós, bremsuljós og afturljós. Bakkljós með hljóðmerki sem kviknar sjálfkrafa þegar sett er í bakkgír. Eitt þokuljós að aftan. Sjálfvirk innri lýsing fyrir dælu- og búnaðarskápa sem kviknar þegar rennihurðir eru opnaðar. Blá LED ljósarenna á þaki ökumannshúss. Tvö blá blikkandi LED ljós að aftan. Tvö blá blikkandi LED ljós á framgrilli. Tvö blá blikkandi LED ljós á hliðum, tvö á hvorri hlið. Sex hástyrk LED svæðissljós, tvö vinstra megin, tvö hægra megin á ökutækinu og tvö að aftan. Gamet hljóðhorn með fjögurra tóna sírenu (whale-yelp-high-low) og 100 W magnara og hátalara. Hljóðnemi er inni í ökumannshúsinu, nálægt ökumanni. Fjarskiptakerfi (Motorola) og VHF stöðvar. Átta gul ljós, tvö að framan, tvö á sitthvorri hlið og tvö að aftan. Vatns- og froðutankaviðvörunarljós fremst á yfirbyggingu beggja megin.

Isavia flugvallaslökkvibifreiðar 2025

Teklite Ljósmastur er á framanveðri yfirbyggingu milli yfirbyggingu og ökumannshúss, loftknúið og nær um það bil 5 metra yfir jörðu. Mastrið er alveg seltuvarið fyrir hámarks veðurvörn. Á mastrinu er grind fyrir fjögur RE flóðljós 180W hvert 24V, burðargrindin hreyfanleg lárétt um 180 gráður í hvora áttina og lóðrétt að lágmarki 50 gráður fyrir ofan og neðan lárétt. Allar rafmagnssnúrur eru festar inni í mastrinu til að hámarka vernd. Loftkerfið til að hækka og lækka ljósamastrið er knúið af sérstakri loftþjöppu.

Isavia Flugvallaslökkvibifreiðar 2025

Warn rafmagnsspil með hámarks togkraft að lágmarki 5400 kg, reiplengd 25 m. Spilið er fest framan á ökutækið, í samræmi við tæknilegar kröfur framleiðanda spilsins og leiðbeiningar undirvagnsframleiðanda. Virkni er stjórnað frá rafrænu stjórnborði. Kapallengd stýringar er 10 m. Tengiinnstunga fyrir stjórnun frá stjórnborði er staðsett að framan á ökutækinu, á stað sem gerir auðvelt að fylgjast með notkun spilsins. Hægt er að vinda inn spilið handvirkt. Á spilinu er stýrirammi fyrir reipið. Utan um spilið er vönduð hlíf, örugg og án hvassra brúna.

Isavia Flugvallaslökkvibifreið 2025

Tvær árásarlagnir sem samanstanda af 25m. 42mm slöngum ásamt Protek úðastút og froðutrekt. Aðrar slöngur í slöngurekkum eru 25m. af 1 ½“ slöngu og tvær 25m. 2 ½“ slöngur ásamt greinistykki B-CBC. Ein 3“ 10m. áfyllingarslanga.

Ýmis smærri búnaður eins og kúbein, björgunarexi, boltaklippur, slaghamar, krókstjaki, segldúkur. Einnig sverðsög, hjólsög og borvél með hleðslurafhlöðum og hleðslustöð.

Isavia Flugvallaslökkvibifreiðar 2025

Þrjár handbækur fylgja með ökutækinu. Notkunarhandbók fyrir ökutækið og fylgihluti þess. Þjónustuhandbók viðhaldshandbók þar á meðal leiðbeiningar um bilanaleit og stillingarferli, varahlutalistar, rafkerfisteikningar, loftkerfisteikningar og hlutahandbók

Slökkvibúnaður bifreiðanna er í samræmi við eftirfarandi staðla: • EN 1846-2:2001+A3:2009 – Slökkvi- og björgunarbifreiðar – 2. hluti algengar kröfur – Öryggi og afköst og EN 1846-3:2002+A1:2008 – Slökkvi- og björgunarbifreiðar – 3. hluti Fastur slökkvibúnaður og slökkvikerfi – Öryggi og afköst

Framleiðsla þessara slökkvibifreiða er samkvæmt ISO 9001 gæðaeftirlitsferlum.