Í gær 18. október 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek.
Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006.
Sveitarstjórinn Steinþór Pétursson og Benedikt Einar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & Co. hf. undirrita
hér samninginn.
Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Scania P420 4x4. 4.300 mm. Heildarburðargeta bifreiðar er 18 tonn og má gera ráð fyrir að í
þessari útfærslu yrði bifreiðin um 16 tonn. Hestöfl pr. tonn eru rúm 26,25 og telst það kraftmikil slökkvibifreið. Hámarkshraði er
125 km/klst.
Hér leggja slökkviliðsstjórarnir Steinn og Bjarni blessun sína yfir tiltækið
Í ökumannshúsi sem er fjögurra dyra eru sex sæti, ljós, sjálfstætt hitakerfi (Webasto miðstöð), handstýrður
ljóskastari, hitaðir speglar og aukaspeglar, ljós í þrepum sem kvikna við opnun hurða, endurskin á hurðum. Útvarp FM/AM og Motorola
forrituð talstöð.
Öryggisbelti í sætum og áklæði á sætum hreinsanlegt. Fjaðrandi ökumannsæti, sírena með hljóðnema, blá
stróbljós í grilli að framan og aftan, strópljósarenna á þaki og lofthorn. Hljóðmerki tengt bakkljósi. 24V rafkerfi, rafall
2.200W og rafgeymar 2 x 180Ah. Höfuðrofi. Litur bifreiðar rauður og merkingar. Varahjólbarði á þaki laus.
Efni yfirbyggingar úr ryðfríum efnum, trefjaplasti og álprófílum. Þak er vinnupallur með upphleyptum álplötum, burður 450
kg./m2. Þrír skápar á hvorri hlið og einn að aftan. Rykþéttar rennihurðir úr áli með læsingum. Ljós kviknar í
skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi. Vinnuljós sem gefa 5 til 15 Lux í 1 m. fjarlægð. Öll handföng, hurðir og lokur eru
gerðar fyrir hanskaklæddar hendur. Vatnshalli í skápum. Ýmsar innréttingar eins og útdraganlegir pallar fyrir lausar dælur, snúanlegur veggur
og slöngurekkar. Yfirborð þaks er með stömu yfirborði og gólf í skápum er með stömu yfirborði en hægt að klæða
með upphleyptum álplötum. Vatnstankur 4 m3 úr trefjaplastefni með tilheyrandi búnaði. Froðutankur 200 dm3 úr trefjaplastefnum með tilheyrandi
búnaði. Möguleiki á að fylla froðutank frá þaki og svo frá jörðu með rafdælu. Brunadælan er staðsett að aftan,
upphituð frá kælikerfi bifreiðar.
Hér má sjá teikningar af ISS-Scaniu eins og Austurbyggð er að fá. Efst er til samanburðar þær ISS-Renault
slökkvibifreiðar sem við höfum einnig selt.
Dæla seltuvarin úr bronzi og stáli. Tveggja þrepa 4000 l/mín við 10 bar og 250 l/mín við 40 bar. Hámark vatns á
háþrýstiþrepi 150 l/mín. Gerð Ruberg R40/2.5. Froðukerfið er frá tanki og við sog frá opnu. Tvö
Háþrýstislöngukefli ¾¿ með 90 m. slöngum, úðastútum stillanlegum og með froðutrektum. Froða í gegnum
úðastút. Slöngukeflin eru raf- og handdrifin. Úttök frá dælu eru fjögur 75mm til hliðanna inn í skáp. Eins er lögn að
háþrýstislöngukeflum. Dælan getur fyllt á tank. 65 - 75mm rör til áfyllingar tanks með dælu og loftloki þar á (um 1.700
l/mín). 75mm rör frá dælu og upp á þak fyrir úðabyssu og úðabyssa sem afkastar 800 til 3.200 l/mín. Nauðsynlegir lokar.
Sjálfvirk kæling með útrennsli eða um tank. Sog er annars vegar 125mm Ø (2) og 75mm Ø. Lögn frá tanki að dælu 125mm Ø.
Mælaborð dælunnar er með sogmæli, lágþrýstingsmæli, háþrýstingsmæli, vatnsmæli, froðumæli,
snúningshraðamæli dælu, stöðvunarrofa á bílvél, klst. mæli og viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting og
kælivatn.
Dælan er einstaklega vel útbúin. Að vatnstanki er eitt inntak með einstreymisloka Storz B ásamt kúluloka til
að taka vatn frá brunahana með þrýstimæli.
Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Það
þýðir að hægt er að skilja dæluna eftir mannlausa í slökkvistarfi því hún stýrir þeim þrýstingi sem
óskað er eftir. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum. Froðublandari er mekanískur er frá 1% til 3%
á allt afkastasvið dælunnar. Frávik ±0,5%. Stilling með tilliti til vatnsmagns. Val um 1 til 3%. Allt froðukerfið er gert úr efnum sem þola
froðu og er úr ryðfríum efnum. Ryðfrítt stál er notað. Hægt er að dreina allt dælukerfið með einum loka.
Miðstöðvar eru í einhverjum skáp í yfirbyggingu, dælurými og ökumannshúsi af Webasto Air Top gerð. Auka úttengi frá
öftustu miðstöð með 15 m. barka með rofa til að skipta á milli hita í skáp og barka til upphitunar á slysavettvangi. Þessar
miðstöðvar verja vatns- og froðukerfi fyrir frosti allt að ¿25°C. Á soghlið dælunar er síubúnaður sem verja á hana
óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki. Tryggir örugga notkun dælunnar. Ljósamastur er loftdrifið með ljóskösturum 2 x 1000W. og
snúan- og veltanlegir með stýringu. Rafstöð 4,5 kW á útdraganlegum palli tengd ljósamastri.
Eins er í mælaborði í ökumannshúsi ljós fyrir vatns og froðutank, ljósamastur eða úðabyssu, hurðir og ástig opin,
hleðslutengingu, skápaljós og loftflautu. Öllum miðstöðvum stýrt þaðan.
Öll gólf og ástig í skápum klædd með upphleyptu áli. Prófílar sem er stillanlegir í hæð eða breidd í
skápum fyrir hillur og innréttingar.