Skilmálar

Reikningar frá Ólafi Gísalasyni & Co HF (500269-3759) eru upprunnir í bókhalds- og áætlunarkerfi sem sniðið er eftir reglugerð nr. 505/2013.

Um leið og við óskum þér til hamingju með kaupin mælumst við til að þú kynnir þér leiðbeiningar um rétta uppsetningu og notkun vörunnar þannig að hún geti þjónað þér sem best. Góð meðferð tryggir langa endingu.

Ef spurningar kvikna varðandi vöruna þá hafðu samband við sölumenn okkar í síma 568-4800 eða sendu okkur póst á oger@oger.is.

 

Söluveð

Seljandi á söluveð í öllum hinum seldu munum til tryggingar samanlögðu kaupverði á framhlið reiknings þessa, vöxtum og kostnaði skv. 35. gr. l. nr. 75/1997 um samningsveð. Standi kaupandi ekki í skilum með framangreint kaupverð, er seljanda heimilt hvort heldur hann vill láta selja hið veðsetta nauðungarsölu til fullnustu kröfu sinni eða rifta söluveðsetningunni og krefjast afhendingar hins veðsetta.

 Söluveðið fellur ekki brott af hinum seldu munum fyrr en kaupverðið er að fullu greitt. Óheimilt er að selja hið veðsetta, breyta eða skeyta því við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluveðið glatist.

 Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísun fella ekki brott söluveðið fyrr en full greiðsla hefur borist.

 Upplýsingum um útgáfu reikningsins á lögaðila, fjárhæð hans og hvenær hann verður greiddur, verður miðlað áfram i Greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo Lánstrausts hf. Ólafur Gíslason & Co HF. er heimilt að tilkynna um vanskil lögaðila til Creditinfo, til skráningar á skrá Creditinfo yfir vanskil o.fl.