Slökkvilið Hveragerðis

Sautjánda bifreiðin er byggð fyrir Slökkvilið Hveragerðis. Undirvagn er af MAN 19.414 gerð með 410 hestafla vél, fjórhjóladrifin með sídrifi og rafmagnsgírskiptingu.

Mannskapshús er tvöfalt eða fyrir sex manns þar af þrjá  í reykkafarastólum. Heildarlestun þ.e. bifreiðin fullbúin í útkall er um 79% en vatnstankur er 3.800 l. og froðutankur 200 l.

Rosenbauer slökkvidæla (NH30) afkastar 3.000 l. við 10 bar og 400 l. mín við 40 bar. 

Hér sjást Benedikt hjá Ó.G. & Co hf. og Eldvarnamiðstöðinni og Óskar slökkvistjóri Brunavarna Skagfirðina virða fyrir sér gripinn. Snorri slökkvistjóri mátar


Dælan er búin tveimur sjálfstæðum froðukerfum þannig að hægt er að hafa froðu á háþrýsti hliðinni og hreint vatn á lágþrýstihliðinni eða froðu á báðum samtímis.

Tankáfylling er sjálfvirk frá loftstýrðum loka. Helsti búnaður til viðbótar eru tvö 60 m. 3/4" rafdrifin slöngukefli með Rosenbauer Ne-Pi-Ro háþrýstibyssum staðsett í öftustu hliðarskápum, olíumiðstöð með útblástur í alla skápa yfirbyggingar ásamt úttaki frá bílnum til upphitunar við klippivinnu, Hella ljóskastarar að framan, tengingar fyrir talstöð og síma ásamt loftnetum og reimdrifinn Unipower 6 kW rafall.

Á þaki er komið fyrir verkfærakassa ásamt börkum og þrískiptum 12 m. Raufoss brunastiga. Í yfirbyggingu eru, slöngurekkar, hreyfanlegir veggir fyrir verkfæri og hillur, fyrir ofan dælu er slönguhilla, loftdrifið ljósamastur 3 x 500 W hæð 4,6 m, reykköfunartækjafestingar, Rosenbauer Fox brunadæla í festingum.

Einnig eru ástigspallar til að auðvelda aðgengi í skápa. Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er um 27 hestöfl á hvert tonn. Á myndinni mátar Snorri slökkviliðsstjóri í Hveragerði ökumannssætið en Benedikt hjá Eldvarnamiðstöðinni ásamt Óskari slökkviliðsstjóra á Sauðárkrók virða fyrir sér smíði bílsins sem er á lokastigi og er hann væntanlegur í byrjun desember.

Bifreiðin kom í desember og hér eru myndir af æfingu.