Úðastútar

 

ÚÐASTÚTAR, ÚÐABYSSUR OG FROÐUBÚNAÐUR

Við flytjum inn nánast allar gerðir af úðastútum fyrir slökkvilið frá framleiðendum í Evrópu og Asíu.

Úrval okkar er það mesta hérlendis. Við reynum að eiga helstu varahluti í algengustu gerðir. Við eigum svokölluð viðgerðarsett sem eru þá sett með þéttingum og tannhringjum.

Úðastútar eru á mismunandi verði og er verð hækkandi í samræmi við gæði.

Allra algengustu úðastútarnir og einföldustu eru Unifire úðastútarnir. Þó þeir séu einfaldir þýðir það ekki að þeir úða mjög fallegum og þéttum úða, eru vandaðir og endingargóðir. Algengustu úðastútarnir um borð í skipum og bátum.

Við eigum yfirleitt mikið úrval af Protek úðastútum enda eru þeir á góðu verði og mjög vandaðir. Í þær gerðir eigum við viðgerðarsett.

Öðru hvoru í gegnum tíðina höfum við verið með Viper stúta en þeir eru til af þó nkkrum gerðum. Mjög vandaðir og endingargóðir.

Froðustútarnir eru af ýmsum gerðum, en þá tökum við yfirleitt frá þeim birgjum sem selja okkur Storz tengin og þeir eru nokkrir

Foscar stútarnir eru mjög skilvirkir stútar með Bio-Ex slökkvifroðu. Þeir eru bæði með trekt og kaststút.

Waterfog stungustútarnir eru til af þó nokkrum bæði árásar og varnarstútar.

Eins höfum við verið með úðabyssur (mónitóra frá þó nokkrum eins og Protek, Akron Brass og Task Force Tips.